Erlent

Stúlkurnar frá Dapchi lausar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi grét gleðitárum þegar stúlkurnar komu aftur til Dapchi.
Þessi grét gleðitárum þegar stúlkurnar komu aftur til Dapchi. ISAAC LINUS ABRAK
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. Frá þessu greindi fréttastofa Sahara Reporters fyrst. Skæruliðarnir hafi ekið með stúlkurnar inn í bæinn á níu bílum, rétt eins og þegar þeim var rænt.

Samkvæmt heimildum Sahara Reporters greip um sig skelfing á meðal bæjarbúa þegar liðsmenn Boko Haram keyrðu inn í Dapchi. Fólk leitaði skjóls og faldi sig.

Þá segir sami miðill að fimm stúlkur hafi látið lífið í haldi samtakanna. Ekki sé ljóst hvort nígeríska ríkisstjórnin hafi greitt einhvers konar lausnargjald til þess að fá stúlkurnar aftur heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×