Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 19:30 Aðalfundur Landsbankans var haldinn í dag. Vísir/GVA Nánast allir þeir 24,8 milljarðar króna sem aðalfundur Landsbankans samþykkti að greiða út í formi arðs í dag rennur til ríkisins. Formaður bankaráðs gagnrýndi sérstaka skatta á stóru bankana þrjá sem skekktu samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017, sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins, og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9, milljónir króna sem bankaráðið lagði til. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Íslenska ríkið á 98,2% hlutafjár í Landsbankanum og renna því nær allar arðgreiðslurnar til þess. Gjalddagi arðgreiðslunnar fyrir árið 2017 er 28. mars en sérstöku arðgreiðslunnar 19. september. Arðgreiðslurnar eru sagðar í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans en þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs og að einnig skuli stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu. Í tilkynningunni er vitnað í ræðu Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs Landsbankans, á aðalfundinum í dag. Helga Björk sagði að góður rekstur bankans og traustur efnahagur hefði gert honum kleift að greiða út verulegan arð til hluthafa. Þá ræddi hún um sérstaka skatta sem lagðir eru á stóru bankana þrjá og hvernig skattheimtan skekkti samkeppnisstöðu þeirra, meðal annars gagnvart erlendum bönkum. Helga Björk sagði að einn liður í að bregðast við vaxandi samkeppni, örum breytingum á bankaþjónustu og vaxandi kröfum um hagræðingu í rekstri, væri að sameina alla miðlæga starfsemi bankans í nýjum húsakynnum. Við Austurhöfn í Reykjavík myndi bankinn reisa hagkvæmt hús sem mæti þörfum nútímafjármálafyrirtækis og auðveldi samvinnu milli ólíkra deilda bankans. Á aðalfundinum voru kjörnir aðalmenn í bankaráðið. Helga Björk var endurkjörin formaður en auk hennar eiga þau Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Samúel Guðmundsson og Sigríður Benediktsdóttir sæti í ráðinu. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nánast allir þeir 24,8 milljarðar króna sem aðalfundur Landsbankans samþykkti að greiða út í formi arðs í dag rennur til ríkisins. Formaður bankaráðs gagnrýndi sérstaka skatta á stóru bankana þrjá sem skekktu samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017, sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins, og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9, milljónir króna sem bankaráðið lagði til. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Íslenska ríkið á 98,2% hlutafjár í Landsbankanum og renna því nær allar arðgreiðslurnar til þess. Gjalddagi arðgreiðslunnar fyrir árið 2017 er 28. mars en sérstöku arðgreiðslunnar 19. september. Arðgreiðslurnar eru sagðar í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans en þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs og að einnig skuli stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu. Í tilkynningunni er vitnað í ræðu Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs Landsbankans, á aðalfundinum í dag. Helga Björk sagði að góður rekstur bankans og traustur efnahagur hefði gert honum kleift að greiða út verulegan arð til hluthafa. Þá ræddi hún um sérstaka skatta sem lagðir eru á stóru bankana þrjá og hvernig skattheimtan skekkti samkeppnisstöðu þeirra, meðal annars gagnvart erlendum bönkum. Helga Björk sagði að einn liður í að bregðast við vaxandi samkeppni, örum breytingum á bankaþjónustu og vaxandi kröfum um hagræðingu í rekstri, væri að sameina alla miðlæga starfsemi bankans í nýjum húsakynnum. Við Austurhöfn í Reykjavík myndi bankinn reisa hagkvæmt hús sem mæti þörfum nútímafjármálafyrirtækis og auðveldi samvinnu milli ólíkra deilda bankans. Á aðalfundinum voru kjörnir aðalmenn í bankaráðið. Helga Björk var endurkjörin formaður en auk hennar eiga þau Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Samúel Guðmundsson og Sigríður Benediktsdóttir sæti í ráðinu.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira