Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2018 19:00 Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum. Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Viðskipti innlent Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Sjá meira
Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum.
Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Viðskipti innlent Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Sjá meira