Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2018 19:00 Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira