Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2018 19:00 Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum. Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum.
Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira