Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 17:52 Trunp hefur ítrekað vikið sér undan því að gagnrýna Pútín eða Rússland. Í fyrra sagðist hann trúa Pútín þegar hann segði að Rússar hafi ekki reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt um helgina í símtali í dag. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump segir að þeir Pútín ætli að hittast fljótlega. Þrátt fyrir að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi verið meira eða minna þöglir um endurkjör Pútín segist Trump hafa óskað honum til hamingju í „mjög góðu“ símtali þeirra í dag. „Við hittumst líklega í ekki svo fjarlægri framtíð til að ræða vopnakapphlaupið sem er að fara úr böndunum,“ sagði Trump í dag, að því er segir í frétt New York Times. Þeir myndu jafnframt ræða spennu í Úkraínu, Sýrlandi og Norður-Kóreu. Blaðið tekur fram að Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn í mars árið 2012 í símtali. Pútín hlaut 76% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram um kosningasvik, þar á meðal að starfsmenn kjörstjórnar hafi bætt atkvæðum í kjörkassa. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að möguleg kosningasvik hafi ekki komið til tals í símtali Trump og Pútín.Stirð samskipti síðustu árin Veruleg spenna hefur einkennt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland af ýmsum ástæðum undanfarin ár. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 samþykktu Evrópumenn og Bandaríkjamenn refsiaðgerðir gegn þeim. Þá hafa Rússar tekið sér stöðu með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átökunum sem geisa þar í landi. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til að hjálpa Trump og í fleiri kosningum á vesturlöndum. Þar við bætist að bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að bera ábyrgð á taugaeitursárás á fyrrverandi rússneskan njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa í síðustu viku vegna afskiptanna af kosningunum árið 2016 og óvinveittra tölvuárása. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt um helgina í símtali í dag. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump segir að þeir Pútín ætli að hittast fljótlega. Þrátt fyrir að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi verið meira eða minna þöglir um endurkjör Pútín segist Trump hafa óskað honum til hamingju í „mjög góðu“ símtali þeirra í dag. „Við hittumst líklega í ekki svo fjarlægri framtíð til að ræða vopnakapphlaupið sem er að fara úr böndunum,“ sagði Trump í dag, að því er segir í frétt New York Times. Þeir myndu jafnframt ræða spennu í Úkraínu, Sýrlandi og Norður-Kóreu. Blaðið tekur fram að Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn í mars árið 2012 í símtali. Pútín hlaut 76% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram um kosningasvik, þar á meðal að starfsmenn kjörstjórnar hafi bætt atkvæðum í kjörkassa. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að möguleg kosningasvik hafi ekki komið til tals í símtali Trump og Pútín.Stirð samskipti síðustu árin Veruleg spenna hefur einkennt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland af ýmsum ástæðum undanfarin ár. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 samþykktu Evrópumenn og Bandaríkjamenn refsiaðgerðir gegn þeim. Þá hafa Rússar tekið sér stöðu með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átökunum sem geisa þar í landi. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til að hjálpa Trump og í fleiri kosningum á vesturlöndum. Þar við bætist að bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að bera ábyrgð á taugaeitursárás á fyrrverandi rússneskan njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa í síðustu viku vegna afskiptanna af kosningunum árið 2016 og óvinveittra tölvuárása. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.
Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00