Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 17:52 Trunp hefur ítrekað vikið sér undan því að gagnrýna Pútín eða Rússland. Í fyrra sagðist hann trúa Pútín þegar hann segði að Rússar hafi ekki reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt um helgina í símtali í dag. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump segir að þeir Pútín ætli að hittast fljótlega. Þrátt fyrir að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi verið meira eða minna þöglir um endurkjör Pútín segist Trump hafa óskað honum til hamingju í „mjög góðu“ símtali þeirra í dag. „Við hittumst líklega í ekki svo fjarlægri framtíð til að ræða vopnakapphlaupið sem er að fara úr böndunum,“ sagði Trump í dag, að því er segir í frétt New York Times. Þeir myndu jafnframt ræða spennu í Úkraínu, Sýrlandi og Norður-Kóreu. Blaðið tekur fram að Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn í mars árið 2012 í símtali. Pútín hlaut 76% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram um kosningasvik, þar á meðal að starfsmenn kjörstjórnar hafi bætt atkvæðum í kjörkassa. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að möguleg kosningasvik hafi ekki komið til tals í símtali Trump og Pútín.Stirð samskipti síðustu árin Veruleg spenna hefur einkennt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland af ýmsum ástæðum undanfarin ár. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 samþykktu Evrópumenn og Bandaríkjamenn refsiaðgerðir gegn þeim. Þá hafa Rússar tekið sér stöðu með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átökunum sem geisa þar í landi. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til að hjálpa Trump og í fleiri kosningum á vesturlöndum. Þar við bætist að bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að bera ábyrgð á taugaeitursárás á fyrrverandi rússneskan njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa í síðustu viku vegna afskiptanna af kosningunum árið 2016 og óvinveittra tölvuárása. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt um helgina í símtali í dag. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump segir að þeir Pútín ætli að hittast fljótlega. Þrátt fyrir að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi verið meira eða minna þöglir um endurkjör Pútín segist Trump hafa óskað honum til hamingju í „mjög góðu“ símtali þeirra í dag. „Við hittumst líklega í ekki svo fjarlægri framtíð til að ræða vopnakapphlaupið sem er að fara úr böndunum,“ sagði Trump í dag, að því er segir í frétt New York Times. Þeir myndu jafnframt ræða spennu í Úkraínu, Sýrlandi og Norður-Kóreu. Blaðið tekur fram að Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn í mars árið 2012 í símtali. Pútín hlaut 76% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram um kosningasvik, þar á meðal að starfsmenn kjörstjórnar hafi bætt atkvæðum í kjörkassa. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að möguleg kosningasvik hafi ekki komið til tals í símtali Trump og Pútín.Stirð samskipti síðustu árin Veruleg spenna hefur einkennt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland af ýmsum ástæðum undanfarin ár. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 samþykktu Evrópumenn og Bandaríkjamenn refsiaðgerðir gegn þeim. Þá hafa Rússar tekið sér stöðu með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átökunum sem geisa þar í landi. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til að hjálpa Trump og í fleiri kosningum á vesturlöndum. Þar við bætist að bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að bera ábyrgð á taugaeitursárás á fyrrverandi rússneskan njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa í síðustu viku vegna afskiptanna af kosningunum árið 2016 og óvinveittra tölvuárása. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.
Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00