Leggur fram frumvörp um bann við allri mismunun Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2018 16:03 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra Vísir/Eyþór Frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra um jafna meðferð á vinnumarkaði og um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna hafa verið lögð fram á Alþingi. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Ásmundur segir fagnaðarefni að frumvörpin séu nú komin fyrir þingið og efni þeirra sé mikilvægt þar sem það varði virðingu fyrir mannréttindum og vernd gegn brotum á þeim. „Stjórnarsáttmálinn er skýr hvað þetta varðar og ég treysti því að þessi frumvörp fái gott brautargengi á Alþingi.“ Þá bendir Ásmundur á að hinar Norðurlandaþjóðirnar og önnur Evrópuríki hafi þegar innleitt tilskipun Evrópusambandsins um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna eða endurspeglað efni hennar í landsrétti sínum. Ásmundur segir jafnframt ótækt að Ísland verði eftirbátur vestrænna ríkja þegar kemur að vernd einstaklinga gegn mismunun. „Nú verðum við að koma þessum málum í höfn.“Jöfn meðferð á öllum sviðum Með frumvarpi um jafna meðferð á vinnumarkaði eru lögð til skýr ákvæði sem banna alla mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Síðarnefnda frumvarpið kveður svo á um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með skýru banni við mismunun er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra í íslensku samfélagi óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og koma í veg fyrir félagslega einangrun einstaklinga af sömu ástæðum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þá er markmiðið einnig að sporna við því að skoðanir á mismunandi verðleikum kynþátta festi hér rætur. Frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna má nálgast hér og frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði má nálgast hér. Stj.mál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra um jafna meðferð á vinnumarkaði og um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna hafa verið lögð fram á Alþingi. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Ásmundur segir fagnaðarefni að frumvörpin séu nú komin fyrir þingið og efni þeirra sé mikilvægt þar sem það varði virðingu fyrir mannréttindum og vernd gegn brotum á þeim. „Stjórnarsáttmálinn er skýr hvað þetta varðar og ég treysti því að þessi frumvörp fái gott brautargengi á Alþingi.“ Þá bendir Ásmundur á að hinar Norðurlandaþjóðirnar og önnur Evrópuríki hafi þegar innleitt tilskipun Evrópusambandsins um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna eða endurspeglað efni hennar í landsrétti sínum. Ásmundur segir jafnframt ótækt að Ísland verði eftirbátur vestrænna ríkja þegar kemur að vernd einstaklinga gegn mismunun. „Nú verðum við að koma þessum málum í höfn.“Jöfn meðferð á öllum sviðum Með frumvarpi um jafna meðferð á vinnumarkaði eru lögð til skýr ákvæði sem banna alla mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Síðarnefnda frumvarpið kveður svo á um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með skýru banni við mismunun er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra í íslensku samfélagi óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og koma í veg fyrir félagslega einangrun einstaklinga af sömu ástæðum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þá er markmiðið einnig að sporna við því að skoðanir á mismunandi verðleikum kynþátta festi hér rætur. Frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna má nálgast hér og frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði má nálgast hér.
Stj.mál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira