Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 12:34 Þessi var upplifunin sem ferðamennirnir voru að leita eftir en ekki var því að heilsa í nótt. visir/ernir Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira