Erlent

Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tyrkneski fáninn var dreginn að húni í miðborg Afrin þegar hersveitir Tyrkja hertóku borgina 18. mars síðastliðinn.
Tyrkneski fáninn var dreginn að húni í miðborg Afrin þegar hersveitir Tyrkja hertóku borgina 18. mars síðastliðinn. VISIR/AFP
Varnarmálaráðherra Tyrkja, Nurrettin Canikli, varaði í dag forseta Frakklands, Emmanual Macron, við því að senda herlið til Sýrlands.

„Ráðist Frakkar í hernaðaraðgerðir í norðurhluta Sýrlands væri það ólögmætt og brot á alþjóðalögum. Í raun væri það innrás,“ segir Canikli. Það hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér hefðu Frakkar í hyggju að „styðja hryðjuverkasamtök“ með veittri vernd. Þetta hefur fréttaveita AFP eftir Canikli sem er í heimsókn í Giresun-héraði í Tyrklandi.

Mikil spenna ríkir á milli Frakklands og Tyrklands eftir að Macron bauðst til þess að hafa milligöngu um viðræður Tyrkja og hersveita Kúrda í Sýrlandi. Tyrkir höfnuðu því boði í gær.

Macron lýsti yfir stuðningi Frakka við SDF, hersveitir Kúrda og Araba í Sýrlandi og vill hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Syrlandi hafa einkum beinst gegn YPG, her Kúrda en Tyrkir hafa haldið því fram að YPG sé hernaðararmur Verkamannaflokks Kúrda PKK.

Hvorki NATO né Evrópusambandið deila þeirri skoðun með Tyrkjum.


Tengdar fréttir

Erdogan vill ekkert með Frakka hafa

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gagnrýndi í gær harðlega tillögu Frakka um milligöngu í friðarviðræðum á milli Tyrkja og SDF, hersveita Kúrda í norðurhluta Sýrlands.

Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta

Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×