„Eins og þingsalurinn dragi fram það versta í mörgu fólki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2018 11:15 Benedikt Jóhannesson var fjármálaráðherra í stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segir að sér hafi ekki þótt sérstaklega skemmtilegt að sitja á Alþingi. Hann segir að Viðreisn hafi undir sinni stjórn, ekki brugðist rétt við þegar ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokknum. Benedikt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem farið var yfir stjórnmálaferil Benedikts, sem reyndist ekki vera sérlega langur. Benedikt tók sæti á Alþingi eftir þingkosningar árið 2016 og gegndi embætti fjármálaráðherra árið 2017. Hann sagðist bæði hafa haft gaman að því að vera ráðherra, sem og formaður Viðreisnar, en setan á Alþingi hafi ekki kætt hann mjög. „Ég sat á Alþingi og það fannst mér ekkert sérstaklega skemmtilegt. Ég hef stundum sagt það að það er eins og þingsalurinn dragi fram það versta í mörgu fólki. Þar sem menn eru stöðugt í því að reyna að klekkja hvor á öðrum,“ sagði Benedikt.Ósáttur við Katrínu og Sigurð Inga Vísaði Benedikt sérstaklega til fyrirspurnatíma á Alþingi þar sem vinsælt hafi verið að spyrja fjármálaráðherra. Sagði hann að yfirleitt hafi komið „fínar og vitrænar spurningar“ en stundum hafi komið spurningar sem honum fannst fráleitar. Honum hafi sárnað þegar formenn annarra flokka hafi spurt slíkra spurninga og minntist sérstaklega á Katrínu Jakobsdóttur, formann VG og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins. „Nú hefur einhver gamli kallinn hringt í Katrínu Jakobs og sagt: Heyrðu, það væri rosalega sniðugt að spyrja Benedikt út í þetta sem ég heyrði í viðtali fyrir þremur vikum,“ sagðist Benedikt hafa hugsað um fyrirspurn Katrínar. Á Sprengisandi minntist Benedikt þó ekki á hvaða fyrirspurn væri um að ræða. Þó má gera ráð fyrir að Benedikt eigi við þegar Katrín spurði Benedikt um ummæli sem hann lét falla í Kastljósi þann 31. janúar 2017. Fyrirspurnin var lögð fram 23. febrúar sama ár.Í viðtalinu sagði Benedikt, þá nýtekinn við sem fjármálararáðherra, að vöntun hefði verið á pólitískum baráttumanni fyrir því að efla starf gegn peningaþvætti, aflandsfélögum og skattaundanskotum. Sagði Benedikt að mögulega hefði skort á að fjármálaráðherra sjálfur hefði farið fyrir slíku starfi.Spurði Katrín þá hvort að með þessu hafi Benedikt hafi átt við að Bjarni Benediktsson, forveri hans í starfi, hafi ekki verið pólitískur baráttamaður gegn skattaundaskotum og aflandsfélögum, enskoðanaskipti Katrínar og Benedikts má lesa hér.„Heyrðu, þetta er þér ekki alveg samboðið Katrín,“ sagði Benedikt að hann hefði hugsað um þá fyrispurn Katrínar sem hann ræddi um. „Katrín er einn af vönduðustu stjórnmálamönnunum og þegar Sigurður Ingi kom með eitthvað svona bull. Ég vil hafa einhverja aðra í þessu. Þetta fannst mér ekki skemmtilegt,“ sagði Benedikt sem fór ekki nánar út í það hvaða fyrirspurn frá Sigurði Inga hann átti við.Stund milli stríða hjá Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar árið 2016.Vísir/ErnirLeikrit sem fer af stað í þingsalnum Sagði Benedikt einnig að sér hafi fundist sem að sumir þingmenn hafi nýtt tímann í ræðustólnum á þingi til þess að eins að fylla upp en ekki til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. „Það voru sumir þingmenn sem maður sá, að því að ég sat nú fyrir aftan og sá alltaf klukkuna, ég sá að þau voru að reyna að finna eitthvað til þess að fylla út í tímann. Það var ekki til þess að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri heldur til þess að reyna að tala í tuttugu mínútur eða tíu mínútur eða hvað sem tíminn var langur,“ sagði Benedikt sem bætti þó við að í þingnefndum Alþingis væri annað andrúmsloft en í þingsal. Þar ynnu þingmenn úr öllum flokkum gott starf saman.„Þar er fólk ekki inn í þessu leikriti sem fer af stað í þingsalnum.“Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar reyndist ekki langlíf.Vísir/ErnirHefðu átt að kaupa sér tíma í stað þess að slíta samstarfinu Í Sprengisandi ræddi Benedikt einnig um aðdragandann að því þegar ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk eftir að upp komst að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru árið 2016.Ákveðið var á fundiBjartrar framtíðar síðla kvölds í september á síðasta ári að slíta samstarfinu. Segir Benedikt að hann hafi ekki verið sáttur við það og að reynsluleysi hafi átt sinn þátt í að ríkisstjórnin hélt ekki.„Ég var ekki sáttur við það hvernig Björt framtíð hætti þessu stjórnarsamstarfi alveg fyrirvaralaust. Ég vissi ekki einu sinni af því að þau væru að hugsa um að hætta þegar hann hringdi í mig og sagði mér það,“ sagði Benedikt og vísaði þar til Óttars Proppé, þáverandi formanns Bjartar framtíðar.Sagði hann að flokksmenn Bjartrar framtíðar hefðu átt að taka sér meiri tíma í að taka jafn afdrifaríka ákvörðun.„Þetta er dæmi um það þegar fólk, og ég þar með talinn, missti kannski stjórn á kringumstæðunum vegna þess að maður væri ekki nægilega vanur. Ég held að í fyrsta lagi hefði Björt framtíð átt að hugsa sig betur um, þau hefðu átt að ræða betur við Bjarna [Benediktsson innskot blm.], og svo sem okkur þar sem við vorum samstarfsflokkur þeirra áður heldur en þau slitu,“ sagði Benedikt.Benedikt lét af embætti formanns Viðreisnar í október á síðasta ári.Vísir/ErnirMistök að hittast um nóttina og krefjast kosninga Þá sagði hann einnig að Viðreisn, undir sinni eigin stjórn, hafi brugðist vitlaust við ákvörðun Bjartrar framtíðar. Nokkrum klukkutímum eftir að ákvörðun Bjartrar framtíðar lá fyrir, gaf þingflokkur Viðreisn út yfirlýsingu eftir næturfund þar sem sagði meðal annars að réttast væri að boða til kosninga hið fyrsta.„Við misstum svolítið tökin á þessu líka þega atburðirnir eru komnir á stað. Mér fannst að sumu leyti að við hefðum ekki átt að, og finnst það núna þó ég beri auðvitað ábyrgð á því, að við hefðum ekki átt að hittast þarna um nótt og vera að krefjast kosninga í ljósi stöðunnar,“ sagði Benedikt.Skynsamlegast hefði verið að bíða aðeins og sjá til enda hlutir fljótir að breytast. Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur hefðu átt að draga andann djúpt og kaupa sér tíma, í stað þess að slíta samstarfinu. Sagði Benedikt þó að óvíst væri að ríkisstjórnin hefði staðið af sér aðrar atlögur hefði ekki verið ákveðið að hætta samstarfi þá og þegar.„En svo er spurningin hvort að þessi stjórn hefði lifað af aðrar krísur?“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Fullreynt með Benedikt í brúnni "Við munum berjast til síðasta blóðdropa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr formaður Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku í flokknum í gær. 12. október 2017 04:00 Benedikt segir það mikil vonbrigði að detta af þingi Fjármála- og efnahagsráðherra á að öllum líkindum ekki afturkvæmt eftir þessar kosningar. 29. október 2017 00:41 Bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kviknaði með sms-skilaboðunum „Vaknaður?“ Benedikt Jóhannesson segir að sms-skilaboð snemma morguns hafi verið kveikjan að samvinnu flokkanna. 12. janúar 2017 16:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segir að sér hafi ekki þótt sérstaklega skemmtilegt að sitja á Alþingi. Hann segir að Viðreisn hafi undir sinni stjórn, ekki brugðist rétt við þegar ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokknum. Benedikt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem farið var yfir stjórnmálaferil Benedikts, sem reyndist ekki vera sérlega langur. Benedikt tók sæti á Alþingi eftir þingkosningar árið 2016 og gegndi embætti fjármálaráðherra árið 2017. Hann sagðist bæði hafa haft gaman að því að vera ráðherra, sem og formaður Viðreisnar, en setan á Alþingi hafi ekki kætt hann mjög. „Ég sat á Alþingi og það fannst mér ekkert sérstaklega skemmtilegt. Ég hef stundum sagt það að það er eins og þingsalurinn dragi fram það versta í mörgu fólki. Þar sem menn eru stöðugt í því að reyna að klekkja hvor á öðrum,“ sagði Benedikt.Ósáttur við Katrínu og Sigurð Inga Vísaði Benedikt sérstaklega til fyrirspurnatíma á Alþingi þar sem vinsælt hafi verið að spyrja fjármálaráðherra. Sagði hann að yfirleitt hafi komið „fínar og vitrænar spurningar“ en stundum hafi komið spurningar sem honum fannst fráleitar. Honum hafi sárnað þegar formenn annarra flokka hafi spurt slíkra spurninga og minntist sérstaklega á Katrínu Jakobsdóttur, formann VG og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins. „Nú hefur einhver gamli kallinn hringt í Katrínu Jakobs og sagt: Heyrðu, það væri rosalega sniðugt að spyrja Benedikt út í þetta sem ég heyrði í viðtali fyrir þremur vikum,“ sagðist Benedikt hafa hugsað um fyrirspurn Katrínar. Á Sprengisandi minntist Benedikt þó ekki á hvaða fyrirspurn væri um að ræða. Þó má gera ráð fyrir að Benedikt eigi við þegar Katrín spurði Benedikt um ummæli sem hann lét falla í Kastljósi þann 31. janúar 2017. Fyrirspurnin var lögð fram 23. febrúar sama ár.Í viðtalinu sagði Benedikt, þá nýtekinn við sem fjármálararáðherra, að vöntun hefði verið á pólitískum baráttumanni fyrir því að efla starf gegn peningaþvætti, aflandsfélögum og skattaundanskotum. Sagði Benedikt að mögulega hefði skort á að fjármálaráðherra sjálfur hefði farið fyrir slíku starfi.Spurði Katrín þá hvort að með þessu hafi Benedikt hafi átt við að Bjarni Benediktsson, forveri hans í starfi, hafi ekki verið pólitískur baráttamaður gegn skattaundaskotum og aflandsfélögum, enskoðanaskipti Katrínar og Benedikts má lesa hér.„Heyrðu, þetta er þér ekki alveg samboðið Katrín,“ sagði Benedikt að hann hefði hugsað um þá fyrispurn Katrínar sem hann ræddi um. „Katrín er einn af vönduðustu stjórnmálamönnunum og þegar Sigurður Ingi kom með eitthvað svona bull. Ég vil hafa einhverja aðra í þessu. Þetta fannst mér ekki skemmtilegt,“ sagði Benedikt sem fór ekki nánar út í það hvaða fyrirspurn frá Sigurði Inga hann átti við.Stund milli stríða hjá Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar árið 2016.Vísir/ErnirLeikrit sem fer af stað í þingsalnum Sagði Benedikt einnig að sér hafi fundist sem að sumir þingmenn hafi nýtt tímann í ræðustólnum á þingi til þess að eins að fylla upp en ekki til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. „Það voru sumir þingmenn sem maður sá, að því að ég sat nú fyrir aftan og sá alltaf klukkuna, ég sá að þau voru að reyna að finna eitthvað til þess að fylla út í tímann. Það var ekki til þess að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri heldur til þess að reyna að tala í tuttugu mínútur eða tíu mínútur eða hvað sem tíminn var langur,“ sagði Benedikt sem bætti þó við að í þingnefndum Alþingis væri annað andrúmsloft en í þingsal. Þar ynnu þingmenn úr öllum flokkum gott starf saman.„Þar er fólk ekki inn í þessu leikriti sem fer af stað í þingsalnum.“Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar reyndist ekki langlíf.Vísir/ErnirHefðu átt að kaupa sér tíma í stað þess að slíta samstarfinu Í Sprengisandi ræddi Benedikt einnig um aðdragandann að því þegar ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk eftir að upp komst að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru árið 2016.Ákveðið var á fundiBjartrar framtíðar síðla kvölds í september á síðasta ári að slíta samstarfinu. Segir Benedikt að hann hafi ekki verið sáttur við það og að reynsluleysi hafi átt sinn þátt í að ríkisstjórnin hélt ekki.„Ég var ekki sáttur við það hvernig Björt framtíð hætti þessu stjórnarsamstarfi alveg fyrirvaralaust. Ég vissi ekki einu sinni af því að þau væru að hugsa um að hætta þegar hann hringdi í mig og sagði mér það,“ sagði Benedikt og vísaði þar til Óttars Proppé, þáverandi formanns Bjartar framtíðar.Sagði hann að flokksmenn Bjartrar framtíðar hefðu átt að taka sér meiri tíma í að taka jafn afdrifaríka ákvörðun.„Þetta er dæmi um það þegar fólk, og ég þar með talinn, missti kannski stjórn á kringumstæðunum vegna þess að maður væri ekki nægilega vanur. Ég held að í fyrsta lagi hefði Björt framtíð átt að hugsa sig betur um, þau hefðu átt að ræða betur við Bjarna [Benediktsson innskot blm.], og svo sem okkur þar sem við vorum samstarfsflokkur þeirra áður heldur en þau slitu,“ sagði Benedikt.Benedikt lét af embætti formanns Viðreisnar í október á síðasta ári.Vísir/ErnirMistök að hittast um nóttina og krefjast kosninga Þá sagði hann einnig að Viðreisn, undir sinni eigin stjórn, hafi brugðist vitlaust við ákvörðun Bjartrar framtíðar. Nokkrum klukkutímum eftir að ákvörðun Bjartrar framtíðar lá fyrir, gaf þingflokkur Viðreisn út yfirlýsingu eftir næturfund þar sem sagði meðal annars að réttast væri að boða til kosninga hið fyrsta.„Við misstum svolítið tökin á þessu líka þega atburðirnir eru komnir á stað. Mér fannst að sumu leyti að við hefðum ekki átt að, og finnst það núna þó ég beri auðvitað ábyrgð á því, að við hefðum ekki átt að hittast þarna um nótt og vera að krefjast kosninga í ljósi stöðunnar,“ sagði Benedikt.Skynsamlegast hefði verið að bíða aðeins og sjá til enda hlutir fljótir að breytast. Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur hefðu átt að draga andann djúpt og kaupa sér tíma, í stað þess að slíta samstarfinu. Sagði Benedikt þó að óvíst væri að ríkisstjórnin hefði staðið af sér aðrar atlögur hefði ekki verið ákveðið að hætta samstarfi þá og þegar.„En svo er spurningin hvort að þessi stjórn hefði lifað af aðrar krísur?“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Fullreynt með Benedikt í brúnni "Við munum berjast til síðasta blóðdropa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr formaður Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku í flokknum í gær. 12. október 2017 04:00 Benedikt segir það mikil vonbrigði að detta af þingi Fjármála- og efnahagsráðherra á að öllum líkindum ekki afturkvæmt eftir þessar kosningar. 29. október 2017 00:41 Bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kviknaði með sms-skilaboðunum „Vaknaður?“ Benedikt Jóhannesson segir að sms-skilaboð snemma morguns hafi verið kveikjan að samvinnu flokkanna. 12. janúar 2017 16:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fullreynt með Benedikt í brúnni "Við munum berjast til síðasta blóðdropa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr formaður Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku í flokknum í gær. 12. október 2017 04:00
Benedikt segir það mikil vonbrigði að detta af þingi Fjármála- og efnahagsráðherra á að öllum líkindum ekki afturkvæmt eftir þessar kosningar. 29. október 2017 00:41
Bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kviknaði með sms-skilaboðunum „Vaknaður?“ Benedikt Jóhannesson segir að sms-skilaboð snemma morguns hafi verið kveikjan að samvinnu flokkanna. 12. janúar 2017 16:20