Innlent

Metfjöldi hraðakstursmála á borð lögreglu á Norðurlandi vestra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla greinir einnig frá því að eitt alvarlegt umferðaróhapp hafi orðið í Miðfirði í vikunni.
Lögregla greinir einnig frá því að eitt alvarlegt umferðaróhapp hafi orðið í Miðfirði í vikunni. Vísir/Eyþór
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur haft afskipti af 322 ökumönnum og kært vegna hraðaksturs síðastliðna viku. Ekki hafa svo mörg hraðakstursmál komið áður á borð lögreglu á svo skömmum tíma, að því er segir í Facebook-færslu lögreglu.

„Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sinnt öflugu eftirlit með umferðinni núna sl. viku, mikil umferð hefur verið í embættinu og allt of mikill hraðakstur en lögregla hefur haft afskipti af 322 ökumönnum og kært vegna hraðaksurs,“ segir í færslunni.

Þá er um að ræða metfjölda hraðakstursmála á þetta skömmum tíma, en málin komu öll upp síðastliðna viku, og þá hafa málin ekki verið svona mörg áður á þessum árstíma.

Lögregla greinir einnig frá því að eitt alvarlegt umferðaróhapp hafi orðið í Miðfirði í vikunni en þar fór bifreið út af veginum. Ökumaður bílsins slasaðist töluvert og var hann fluttur með þyrlu á Landspítalann.

Nú þegar páskahelgin er hafin hvetur lögregla vegfarendur að fara varlega og „ganga hægt um gleðinnar dyr.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×