Í gær var tilkynnt um að Frakkar hyggist senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands.
Þá lýsti Macron yfir stuðningi Frakka við SDF, hersveit Kúrda og Araba, og kvaðst vonast til þess að geta haft milligöngu um friðarviðræður milli Tyrkja og kúrdísku þjóðvarðarsveitarinnar YPG, sem er hluti af SDF. Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda en flokkurinn er skráður sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi.
Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. Þá sagði hann að ríkisstjórnir landa, sem Tyrkir teldu vini sína og bandamenn, þyrftu að taka skýra afstöðu gegn allri hryðjuverkastarfsemi.
1/Turkey's position on PKK/PYD/YPG, which seeks to legitimize itself as SDF, is perfectly clear. We reject as frivolous any efforts to suggest 'dialogue', 'contact' or 'mediation' between Turkey and those terrorist organizations.
— Ibrahim Kalin (@ikalin1) March 30, 2018
2/Instead of taking steps which could be construed as legitimizing terrorist organizations, the countries we consider friends and allies must take a clear stand against all forms of terrorism. Different names and disguises cannot hide the true identity of terrorist organizations.
— Ibrahim Kalin (@ikalin1) March 30, 2018