Telja Marel of stórt fyrir Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2018 13:51 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Vísir/Valli Marel er orðið „of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. Markaðsvirði Marel er í dag um 260 milljarðar króna. Í lok síðasta árs áttu íslenskir lífeyrissjóðir 40 prósent af útistandandi hlutum í félaginu eða um 106 milljarða króna sem er um fjórðungur af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna. Skráning í erlendri kauphöll mun að líkindum opna möguleikann á því fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta að skilgreina hluti í Marel sem erlenda eign. Marel er mjög stórt félag á heimsvísu í sínum geira en um 99 prósent tekna félagsins koma frá útlöndum og mikill meirihluti framleiðslu og þjónustu fer fram utan landsteinanna þótt fyrirtækið eigi sér íslenskar rætur og eigendur séu nær alfarið íslenskir. „Ætli megi ekki segja að Marel hafi náð mjög góðum árangri á alþjóðamarkaði að öllu leyti nema kannski að laða að erlenda fjárfesta. Sú ákvörðun Marel að skoða skráningu erlendis ættu því ekki að koma á óvart,“ segir í í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag þar sem Marel er til umfjöllunar. Greiningardeildin tilgreinir rök fyrir erlendri skráningu í sex liðum. Í fyrsta lagi auki það flækjustigið fyrir erlenda fjárfesta að eiga viðskipti með bréf í krónum. Íslenska krónan vefjist fyrir alþjóðlegum fjárfestum og þótt sjóðstreymið sé í erlendum gjaldmiðlum þá sé verðmyndun í félaginu ekki ónæm fyrir sveiflum í krónunni. Í öðru lagi sé seljanleiki hlutabréfa Marel minni á aðallista Kauphallar Íslands vegna einsleitni íslenska fjárfestaumhverfisins. Alls konar séríslenskar aðstæður hafi áhrif á verð og veltu hlutabréfa í Marel sem hafi lítið að gera með afkomu og horfur félagsins. Í þriðja lagi virðast stærstu fjárfestarnir á Íslandi, lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir, telja það óæskilegt að auka áhættu sína gagvnart Marel. „Því miður þá virðist félagið eiginlega orðið of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á – eða sé litið á málið frá annarri hlið, þá hefur fjárfestamengið ekki fylgt stækkun Marel,“ segir þar. Í fjórða lagi hafi krónan, lítið mengi fjárfesta og íslenskar aðstæður áhrif á verðmyndun sem leiði til minni seljanleika. Þá sé betra að gefa út nýja hluti í erlendri kauphöll þar sem þá sé hægt að gefa út þessa hluti í annarri mynt en krónu. „Marel hyggst vaxa um 12 próesnt að meðaltali næstu ár og um helmingur þess með ytri vexti. Eftir því sem eigin bréf Marel eru betri gjaldmiðill þeim mun betur gagnast þau við ytri vöxt.“ Þá nefnir greiningardeildin að ef Marel væri skráð erlendis þá væri meiri áhugi á félaginu í útlöndum og þá myndu fleiri birta reglulegar greiningar á félaginu.Markaðspunktar. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Marel er orðið „of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. Markaðsvirði Marel er í dag um 260 milljarðar króna. Í lok síðasta árs áttu íslenskir lífeyrissjóðir 40 prósent af útistandandi hlutum í félaginu eða um 106 milljarða króna sem er um fjórðungur af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna. Skráning í erlendri kauphöll mun að líkindum opna möguleikann á því fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta að skilgreina hluti í Marel sem erlenda eign. Marel er mjög stórt félag á heimsvísu í sínum geira en um 99 prósent tekna félagsins koma frá útlöndum og mikill meirihluti framleiðslu og þjónustu fer fram utan landsteinanna þótt fyrirtækið eigi sér íslenskar rætur og eigendur séu nær alfarið íslenskir. „Ætli megi ekki segja að Marel hafi náð mjög góðum árangri á alþjóðamarkaði að öllu leyti nema kannski að laða að erlenda fjárfesta. Sú ákvörðun Marel að skoða skráningu erlendis ættu því ekki að koma á óvart,“ segir í í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag þar sem Marel er til umfjöllunar. Greiningardeildin tilgreinir rök fyrir erlendri skráningu í sex liðum. Í fyrsta lagi auki það flækjustigið fyrir erlenda fjárfesta að eiga viðskipti með bréf í krónum. Íslenska krónan vefjist fyrir alþjóðlegum fjárfestum og þótt sjóðstreymið sé í erlendum gjaldmiðlum þá sé verðmyndun í félaginu ekki ónæm fyrir sveiflum í krónunni. Í öðru lagi sé seljanleiki hlutabréfa Marel minni á aðallista Kauphallar Íslands vegna einsleitni íslenska fjárfestaumhverfisins. Alls konar séríslenskar aðstæður hafi áhrif á verð og veltu hlutabréfa í Marel sem hafi lítið að gera með afkomu og horfur félagsins. Í þriðja lagi virðast stærstu fjárfestarnir á Íslandi, lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir, telja það óæskilegt að auka áhættu sína gagvnart Marel. „Því miður þá virðist félagið eiginlega orðið of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á – eða sé litið á málið frá annarri hlið, þá hefur fjárfestamengið ekki fylgt stækkun Marel,“ segir þar. Í fjórða lagi hafi krónan, lítið mengi fjárfesta og íslenskar aðstæður áhrif á verðmyndun sem leiði til minni seljanleika. Þá sé betra að gefa út nýja hluti í erlendri kauphöll þar sem þá sé hægt að gefa út þessa hluti í annarri mynt en krónu. „Marel hyggst vaxa um 12 próesnt að meðaltali næstu ár og um helmingur þess með ytri vexti. Eftir því sem eigin bréf Marel eru betri gjaldmiðill þeim mun betur gagnast þau við ytri vöxt.“ Þá nefnir greiningardeildin að ef Marel væri skráð erlendis þá væri meiri áhugi á félaginu í útlöndum og þá myndu fleiri birta reglulegar greiningar á félaginu.Markaðspunktar.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira