Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 05:26 Reykur rís úr Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um helgina. Vísir/Getty Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn
Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent