Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 14:16 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12