McIlroy tilbúinn í einvígi við Reed um sigurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. apríl 2018 11:30 McIlroy og Reed mættust í hörku spennandi einvígi í Ryder bikarnum árið 2016. Þá hafði Reed betur með einu höggi. visir/getty Rory McIlroy og Patrick Reed munu berjast um sigurinn á Mastersmótinu í golfi þegar fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn í dag. Reed er með þriggja högga forystu á McIlroy fyrir lokahringinn, en þeir eru saman í síðasta ráshópnum sem fer af stað klukkan 18:40 í kvöld að íslenskum tíma. Reed leiddi mótið eftir annan hring og er enn í forystunni eftir að hafa farið hringinn í gær á fimm undir pari. McIlroy lék þó betri hring en Bandaríkjamaðurinn í gær því hann fór þriðja hringinn á sjö undir. McIlroy hefur verið í svipaðri stöðu áður, en hann hefur endað á topp 10 í síðustu fjögur skipti sem hann hefur tekið þátt á mótinu. „Þetta er ekki auðvelt, sérstaklega ekki ef þetta er í fyrsta skipti sem þú ert í þessari stöðu,“ sagði McIlroy við Sky Sports, en Reed hefur ekki unnið risamót á ferlinum. Norður-írinn var í svipaðri stöðu og Reed árið 2011, leiddi með fjórum höggum fyrir loka hringinn. Þá réð hann ekki við pressuna og endaði á því að fara síðasta hringinn á átta höggum yfir pari. „Ég ætla að fara út á völlinn og spila eins og ég hafi engu að tapa og allt að vinna.“ „Hann [Reed] er augljóslega að spila mjög vel og ef hann heldur áfram á sömu braut þarf ég annan hring eins og þennan til að eiga möguleika.“ „Þessi lokahringur árið 2011 var stór stund á mínum ferli. Eftir þennan hring var ég tilbúinn til þess að vinna risamót,“ sagði Rory McIlroy. Fari svo að McIlroy endi uppi sem sigurvegar á mótinu verður hann aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni til þess að vinna öll fjögur risamótin í golfi á ferlinum. Einvígi McIlroy og Reed og allt hið besta á lokahring Mastersmótsins verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy og Patrick Reed munu berjast um sigurinn á Mastersmótinu í golfi þegar fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn í dag. Reed er með þriggja högga forystu á McIlroy fyrir lokahringinn, en þeir eru saman í síðasta ráshópnum sem fer af stað klukkan 18:40 í kvöld að íslenskum tíma. Reed leiddi mótið eftir annan hring og er enn í forystunni eftir að hafa farið hringinn í gær á fimm undir pari. McIlroy lék þó betri hring en Bandaríkjamaðurinn í gær því hann fór þriðja hringinn á sjö undir. McIlroy hefur verið í svipaðri stöðu áður, en hann hefur endað á topp 10 í síðustu fjögur skipti sem hann hefur tekið þátt á mótinu. „Þetta er ekki auðvelt, sérstaklega ekki ef þetta er í fyrsta skipti sem þú ert í þessari stöðu,“ sagði McIlroy við Sky Sports, en Reed hefur ekki unnið risamót á ferlinum. Norður-írinn var í svipaðri stöðu og Reed árið 2011, leiddi með fjórum höggum fyrir loka hringinn. Þá réð hann ekki við pressuna og endaði á því að fara síðasta hringinn á átta höggum yfir pari. „Ég ætla að fara út á völlinn og spila eins og ég hafi engu að tapa og allt að vinna.“ „Hann [Reed] er augljóslega að spila mjög vel og ef hann heldur áfram á sömu braut þarf ég annan hring eins og þennan til að eiga möguleika.“ „Þessi lokahringur árið 2011 var stór stund á mínum ferli. Eftir þennan hring var ég tilbúinn til þess að vinna risamót,“ sagði Rory McIlroy. Fari svo að McIlroy endi uppi sem sigurvegar á mótinu verður hann aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni til þess að vinna öll fjögur risamótin í golfi á ferlinum. Einvígi McIlroy og Reed og allt hið besta á lokahring Mastersmótsins verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira