Patrick Reed leiðir eftir þriðja hring Dagur Lárusson skrifar 7. apríl 2018 23:30 Patrick Reed hefur spilað frábærlega. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er efstur manna eftir þriðja hring á Masters mótinu í Augusta en hann lauk hringum á fjórtán undir pari. Á hringnum fékk Reed nokkra fugla og paraði m.a. holu 2 og 4. Samtals fór Reed á 67 höggum sem þýðir að allir hans hringir hingað til hafa verið undir 70 höggum. Það hefur enginn í sögu Masters farið alla fjóra hringina undir 70 höggum og því verður spennandi að fylgjast með á morgun. Norður-Írinn Roy Mcllroy skiptist á við Patrick Reed að vera með forystuna í kvöld en hann lauk sínum þriðja hring á ellefu undir pari og er því þremur höggum á eftir Reed. Rory paraði fimm holur í röð en það voru holur 10, 11, 12, 13 og 14. Mikið var fjallað um þáttöku Tiger Woods fyrir mótið og voru sumir sem héldu því fram að hann væri sigurstranglegur. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin en hann slapp t.d. rétt svo í gegnum niðurskurð í gær. Eftir þriðja hringinn situr Woods í 40. sæti á fjórum höggum yfir pari en hann fékk t.d. tvo skolla á sínum þriðja hring. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, hefur dregist aftur úr og situr nú í níunda sæti og er á fimm höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. Það er ljóst að morgundagurinn verður æsispennandi þar sem menn eins og Reed, Rory og Fowler munu berjast um græna jakkann. Hér fyrir neðan má sjá mögnuð tilþrif Patrick Reed á 15. holu. .@PReedGolf extends his lead to five after recording his second eagle of the day on No. 15. #themasters pic.twitter.com/U0xRtG52q7— Masters Tournament (@TheMasters) April 7, 2018 Golf Tengdar fréttir Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er efstur manna eftir þriðja hring á Masters mótinu í Augusta en hann lauk hringum á fjórtán undir pari. Á hringnum fékk Reed nokkra fugla og paraði m.a. holu 2 og 4. Samtals fór Reed á 67 höggum sem þýðir að allir hans hringir hingað til hafa verið undir 70 höggum. Það hefur enginn í sögu Masters farið alla fjóra hringina undir 70 höggum og því verður spennandi að fylgjast með á morgun. Norður-Írinn Roy Mcllroy skiptist á við Patrick Reed að vera með forystuna í kvöld en hann lauk sínum þriðja hring á ellefu undir pari og er því þremur höggum á eftir Reed. Rory paraði fimm holur í röð en það voru holur 10, 11, 12, 13 og 14. Mikið var fjallað um þáttöku Tiger Woods fyrir mótið og voru sumir sem héldu því fram að hann væri sigurstranglegur. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin en hann slapp t.d. rétt svo í gegnum niðurskurð í gær. Eftir þriðja hringinn situr Woods í 40. sæti á fjórum höggum yfir pari en hann fékk t.d. tvo skolla á sínum þriðja hring. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, hefur dregist aftur úr og situr nú í níunda sæti og er á fimm höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. Það er ljóst að morgundagurinn verður æsispennandi þar sem menn eins og Reed, Rory og Fowler munu berjast um græna jakkann. Hér fyrir neðan má sjá mögnuð tilþrif Patrick Reed á 15. holu. .@PReedGolf extends his lead to five after recording his second eagle of the day on No. 15. #themasters pic.twitter.com/U0xRtG52q7— Masters Tournament (@TheMasters) April 7, 2018
Golf Tengdar fréttir Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41