Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 7. apríl 2018 19:48 Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Ísland og ríkisins harðnar dag frá degi og hafa á þriðja tug ljósmæðra sagt upp störfum á Landsspítalanum af þeim ríflega 150 sem þar starfa. Flestar uppsagnirnar taka gildi 1. júlí. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hvatti samningsaðila í pistli sínum í gær til þess að klára samningsgerð sem allra fyrst því þetta væri óþolandi staða. Næsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara þann 16. apríl. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við fréttastofu að hluti af þeim ljósmæðrum sem hefðu sagt upp væru búnar að fá aðra vinnu. Ef ekki takist að semja sé hætta á neyðarástandi á fæðingardeildum í sumar. Sagði starfi sínu lausu eftir 12 ár Guðrún Fema Ágústsdóttir, ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans, sem hefur unnið sem ljósmóðir í tólf ár sagði upp starfi sínu um síðustu mánaðarmót til að undirstrika óánægju með kjör sín. „Þetta er skemmtilegasta vinna sem til er og mest gefandi vinna sem til er, en við lifum náttúrulega ekki bara af á því að vera í kærleiksríku starfi. Við verðum að fá laun – og réttlát laun.” Guðrún segist hafa miklar áhyggjur af sumrinu ef takist ekki að semja við ljósmæður áður en að uppsagnir taki gildi. „Sumarið yfir höfuð er annamesti tími ársins í fæðingum þannig að sjálfsögðu er þetta mjög slæmt mál.” Að sögn Guðrúnar ætla nýútskrifaðar ljósmæður ekki að koma til starfa fyrr en búið er að leiðrétta kjörin. Það sama eigi við hjá henni. Kjaramál Tengdar fréttir Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Ísland og ríkisins harðnar dag frá degi og hafa á þriðja tug ljósmæðra sagt upp störfum á Landsspítalanum af þeim ríflega 150 sem þar starfa. Flestar uppsagnirnar taka gildi 1. júlí. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hvatti samningsaðila í pistli sínum í gær til þess að klára samningsgerð sem allra fyrst því þetta væri óþolandi staða. Næsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara þann 16. apríl. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við fréttastofu að hluti af þeim ljósmæðrum sem hefðu sagt upp væru búnar að fá aðra vinnu. Ef ekki takist að semja sé hætta á neyðarástandi á fæðingardeildum í sumar. Sagði starfi sínu lausu eftir 12 ár Guðrún Fema Ágústsdóttir, ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans, sem hefur unnið sem ljósmóðir í tólf ár sagði upp starfi sínu um síðustu mánaðarmót til að undirstrika óánægju með kjör sín. „Þetta er skemmtilegasta vinna sem til er og mest gefandi vinna sem til er, en við lifum náttúrulega ekki bara af á því að vera í kærleiksríku starfi. Við verðum að fá laun – og réttlát laun.” Guðrún segist hafa miklar áhyggjur af sumrinu ef takist ekki að semja við ljósmæður áður en að uppsagnir taki gildi. „Sumarið yfir höfuð er annamesti tími ársins í fæðingum þannig að sjálfsögðu er þetta mjög slæmt mál.” Að sögn Guðrúnar ætla nýútskrifaðar ljósmæður ekki að koma til starfa fyrr en búið er að leiðrétta kjörin. Það sama eigi við hjá henni.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32