Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 18:26 Tveir stærstu efnahagir heimsins eiga nú í viðskiptadeilum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira