Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Tugir leigjenda hjá Geymslum hafa sett sig í samband við tryggingafélög í dag vegna brunans í Garðabæ í gær. Sérfræðingur hjá Vátryggingafélagi Íslands segir að fáir hafi verið með nauðsynlegar tryggingar og sitji því uppi með tjónið. Fjallað verður um þetta mál í fréttum Stöðvar tvö.

Einnig verður sagt frá nýju vistheimili fyrir unga fíkniefnaneytendur sem verður opnað í Reykjavík á næstu vikum. Tuttugu ungmennum hefur verið vísað frá neyðarvistun Stuðla á þessu ári vegna plássleysis.

Þá verður fjallað um Bláa daginn og rætt við oddvita Flokks fólksins í Reykjavík en listi flokksins fyrir komandi borgastjórnarkosningar var kynntur í dag.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×