Tregða eða vanhæfni flugfélagsins útskýri að hluta til vandræði með lendingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli í janúar. Akureyri International Airport Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum. Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum.
Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41
Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39