Sótmengunin hér er eins og í Rotterdam Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Sótmengun af völdum umferðar í Reykjavík jafnast á við það sem gerist í stórborgum erlendis svo sem Rotterdam og Helsinki. Borgarbúar fastir í umferðarhnút berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur Vísir/GVA Sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í borgum á við Rotterdam og Helsinki. Sót er einn eitraðasti hluti svifryksins í borginni og því mikilvægt að stemma stigu við svifrykinu. Einstaklingar í bílum sínum eru berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur. Þetta sýna fyrstu vísbendingar rannsóknar Bergljótar Hjartardóttur en hún vinnur að meistararitgerð í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Bergljót, ásamt fjölda annarra, heldur fyrilestur um rannsókn sína á Hilton Nordica í dag í tilefni dags verkfræðinga. „Fyrstu vísbendingar eru þær að mælingar mínar á sótmengun við þessa stofnbraut hér á landi jafnist á við þær mælingar sem gerðar hafa verið á stofnbrautum í Rotterdam og Helsinki,“ segir hún. Mælingar Bergljótar gefa tilefni til að ætla að vegfarendur í morgun- og síðdegisumferð fái alveg jafn mikið, ef ekki meira, af sótmengun en þeir sem gangandi eru. „Ég virðist vera að fá hærri gildi þegar ég ek í morgunog síðdegisumferð en þegar ég geng. En rannsóknin er auðvitað háð takmörkunum og það þarf að gaumgæfa þessar vísbendingar betur.“ Íbúar Rotterdam voru um 650 þúsund um síðustu áramót. Í Helsinki bjuggu um 1,4 milljónir manna en inni í þeim tölum eru einnig úthverfi Helsinki og nærliggjandi bæir. Sótmengunargildi Reykjavíkursvæðisins, með sína 200 þúsund íbúa, er því nokkuð hátt. Sót verður til við bruna eldsneytis og meira sót kemur af bruna dísilolíu en bensíns. Sót er einn eitraðasti og fíngerðasti hluti svifryksins í borginni, það getur sest djúpt í lungnavefinn og er afar hættulegt heilsu manna, sér í lagi þeirra sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Bergljót mælir sót í svifryki með tvennum hætti. Hún bæði gengur og ekur Miklubraut frá Lönguhlíð og upp í Skeifu og mælir magn sóts í andrúmsloftinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í borgum á við Rotterdam og Helsinki. Sót er einn eitraðasti hluti svifryksins í borginni og því mikilvægt að stemma stigu við svifrykinu. Einstaklingar í bílum sínum eru berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur. Þetta sýna fyrstu vísbendingar rannsóknar Bergljótar Hjartardóttur en hún vinnur að meistararitgerð í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Bergljót, ásamt fjölda annarra, heldur fyrilestur um rannsókn sína á Hilton Nordica í dag í tilefni dags verkfræðinga. „Fyrstu vísbendingar eru þær að mælingar mínar á sótmengun við þessa stofnbraut hér á landi jafnist á við þær mælingar sem gerðar hafa verið á stofnbrautum í Rotterdam og Helsinki,“ segir hún. Mælingar Bergljótar gefa tilefni til að ætla að vegfarendur í morgun- og síðdegisumferð fái alveg jafn mikið, ef ekki meira, af sótmengun en þeir sem gangandi eru. „Ég virðist vera að fá hærri gildi þegar ég ek í morgunog síðdegisumferð en þegar ég geng. En rannsóknin er auðvitað háð takmörkunum og það þarf að gaumgæfa þessar vísbendingar betur.“ Íbúar Rotterdam voru um 650 þúsund um síðustu áramót. Í Helsinki bjuggu um 1,4 milljónir manna en inni í þeim tölum eru einnig úthverfi Helsinki og nærliggjandi bæir. Sótmengunargildi Reykjavíkursvæðisins, með sína 200 þúsund íbúa, er því nokkuð hátt. Sót verður til við bruna eldsneytis og meira sót kemur af bruna dísilolíu en bensíns. Sót er einn eitraðasti og fíngerðasti hluti svifryksins í borginni, það getur sest djúpt í lungnavefinn og er afar hættulegt heilsu manna, sér í lagi þeirra sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Bergljót mælir sót í svifryki með tvennum hætti. Hún bæði gengur og ekur Miklubraut frá Lönguhlíð og upp í Skeifu og mælir magn sóts í andrúmsloftinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45