Fór úr lið á ökkla en leiddi Masters sólarhring seinna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 07:00 Ökklinn virtist ekki trufla Finau mikið í gær visir/getty Þegar Tony Finau lauk leik á fyrsta hring Mastersmótsins í golfi í gær leiddi hann mótið ásamt landa sínum Jordan Spieth á fjórum höggum undir pari. Það er ákveðið afrek í sjálfu sér hjá Bandaríkjamanninum sem er í 34. sæti heimslistans í golfi. Það sem gerir þetta hins vegar enn magnaðara er að aðeins tæpum sólahring fyrr fór hann úr ökklalið á golfvellinum. Finau fór holu í höggi á sjöundu holu í par 3 keppninni sem haldin var í undirbúningi fyrir Mastersmótið á miðvikudag. Þegar hann fagnaði högginu náði hann að fara úr lið á ökkla en hann beygði sig niður og ýtti ökklanum aftur í lið. Hann virtist hafa verið eftir sig eftir meiðslin og hætti keppni í par 3 keppninni og var óvíst hvort hann færi yfir höfuð á stað í gærmorgun. Hann gerði þó gott betur en það, spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla.Crazy day. Thanks for thoughts of concern, messages and prayers from all. I'm optimistic. https://t.co/m9y5T1a9Uy — Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) April 5, 2018 Hér fyrir neðan má sjá atvikið, myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.Tony Finau: Hits hole-in-one at The Maters Dislocates his ankle Pops it back in Waves to crowd WHAT! pic.twitter.com/zkC4bIGNAK — 12up (@12upSport) April 4, 2018 Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þegar Tony Finau lauk leik á fyrsta hring Mastersmótsins í golfi í gær leiddi hann mótið ásamt landa sínum Jordan Spieth á fjórum höggum undir pari. Það er ákveðið afrek í sjálfu sér hjá Bandaríkjamanninum sem er í 34. sæti heimslistans í golfi. Það sem gerir þetta hins vegar enn magnaðara er að aðeins tæpum sólahring fyrr fór hann úr ökklalið á golfvellinum. Finau fór holu í höggi á sjöundu holu í par 3 keppninni sem haldin var í undirbúningi fyrir Mastersmótið á miðvikudag. Þegar hann fagnaði högginu náði hann að fara úr lið á ökkla en hann beygði sig niður og ýtti ökklanum aftur í lið. Hann virtist hafa verið eftir sig eftir meiðslin og hætti keppni í par 3 keppninni og var óvíst hvort hann færi yfir höfuð á stað í gærmorgun. Hann gerði þó gott betur en það, spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla.Crazy day. Thanks for thoughts of concern, messages and prayers from all. I'm optimistic. https://t.co/m9y5T1a9Uy — Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) April 5, 2018 Hér fyrir neðan má sjá atvikið, myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.Tony Finau: Hits hole-in-one at The Maters Dislocates his ankle Pops it back in Waves to crowd WHAT! pic.twitter.com/zkC4bIGNAK — 12up (@12upSport) April 4, 2018
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira