Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2018 20:30 Starfsmenn FISK, þeir Árni Grétarsson og Hrólfur Þeyr Þorrason, staðgengill verkstjóra. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá og því þarf að hengja þá upp með gamla laginu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Eldri kynslóðir muna þann tíma þegar skreiðarhjallar settu svip sinn á sjávarbyggðir hringinn í kringum landið. En svo hurfu þeir flestir. Menn eru þó ekki alveg hættir að nýta hjallana. Á Sauðárkróki hafa menn verið að hengja upp þorskhausa undanfarnar vikur.Þorskhausarnir hengdir upp á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar HalldórssonÞar hittum við nokkra starfsmenn FISK Seafood en þeir segjast hafa byrjað að hengja upp í byrjun marsmánaðar. Við drögum tvo þeirra í viðtal, þá Árna Grétarsson og Hrólf Þey Þorrason. Árni segist hafa hengt upp í gamla daga en Hrólfur segist vera að gera þetta í fyrsta sinn. Tilgangurinn er að þurrka hausana og það tekur sinn tíma utanhúss; þrjá og hálfan mánuð, segir Árni. Hausarnir verða seldir til Nígeríu. En er einhver sala í þessu? „Já, brjáluð sala alveg. Það er svo mikið prótein í þessu,“ svarar Árni. Þorskhausarnir verða tilbúnir fyrir Nígeríumarkað eftir þrjá og hálfan mánuð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er komin ný tækni og nýjar og fljótlegri aðferðir, eins og með fiskþurrkunarhúsinu við hliðina, sem tekið var í notkun fyrir fjórum árum. Með inniþurrkun hefur orðið mikil þróun og tæknibylting, segir Hrólfur. Tæknin hefur þó ekki alveg náð að útrýma gömlu aðferðinni. Á Króknum segjast þeir síðast hafa hengt upp utanhúss fyrir þremur árum. „Þetta eru sem sagt hausar sem við getum ekki þurrkað inni. Þeir eru of stórir. Þeim var hent áður en núna hengjum við þá út til að nýta þá,“ segir Hrólfur. Karlarnir geta því þakkað það stórum þorski að fá tilbreytingu með útivinnu. En er þetta gaman að standa í þessu? „Jú, jú. Skemmtilegt að fara út,“ svarar Árni. „Svona eftir veðri kannski,“ bætir Hrólfur við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá og því þarf að hengja þá upp með gamla laginu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Eldri kynslóðir muna þann tíma þegar skreiðarhjallar settu svip sinn á sjávarbyggðir hringinn í kringum landið. En svo hurfu þeir flestir. Menn eru þó ekki alveg hættir að nýta hjallana. Á Sauðárkróki hafa menn verið að hengja upp þorskhausa undanfarnar vikur.Þorskhausarnir hengdir upp á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar HalldórssonÞar hittum við nokkra starfsmenn FISK Seafood en þeir segjast hafa byrjað að hengja upp í byrjun marsmánaðar. Við drögum tvo þeirra í viðtal, þá Árna Grétarsson og Hrólf Þey Þorrason. Árni segist hafa hengt upp í gamla daga en Hrólfur segist vera að gera þetta í fyrsta sinn. Tilgangurinn er að þurrka hausana og það tekur sinn tíma utanhúss; þrjá og hálfan mánuð, segir Árni. Hausarnir verða seldir til Nígeríu. En er einhver sala í þessu? „Já, brjáluð sala alveg. Það er svo mikið prótein í þessu,“ svarar Árni. Þorskhausarnir verða tilbúnir fyrir Nígeríumarkað eftir þrjá og hálfan mánuð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er komin ný tækni og nýjar og fljótlegri aðferðir, eins og með fiskþurrkunarhúsinu við hliðina, sem tekið var í notkun fyrir fjórum árum. Með inniþurrkun hefur orðið mikil þróun og tæknibylting, segir Hrólfur. Tæknin hefur þó ekki alveg náð að útrýma gömlu aðferðinni. Á Króknum segjast þeir síðast hafa hengt upp utanhúss fyrir þremur árum. „Þetta eru sem sagt hausar sem við getum ekki þurrkað inni. Þeir eru of stórir. Þeim var hent áður en núna hengjum við þá út til að nýta þá,“ segir Hrólfur. Karlarnir geta því þakkað það stórum þorski að fá tilbreytingu með útivinnu. En er þetta gaman að standa í þessu? „Jú, jú. Skemmtilegt að fara út,“ svarar Árni. „Svona eftir veðri kannski,“ bætir Hrólfur við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira