Fjármálaáætlun einkennist af óhóflegri bjartsýni að mati sérfræðinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Frá kynningu fjármálaráðherra í gær. Vísir/Egill Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar. Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangur á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það þýðir að afgangurinn verður 25-29 milljarðar króna.Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Það er ansi lítið eins og við bentum á í umsögn okkar um fjármálastefnuna og ekki nóg með það þá eru forsendur þessa ansi hæpnar. Það er gert ráð fyrir ansi góðum tímum á næstu árum og stöðugleika sem óljóst er hvort að muni standast. Ef við horfum aftur í tímann þá hefur það ekki gengið, sögulega séð. Þannig að við erum að horfa upp á bestu mögulegu aðstæður og það er verið áfram að gera ráð fyrir þeim næstu fimm árin,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.SAÁsdís Kristjánsdóttir aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng og segir að fjarmálaáætlunin einkennist af bjartsýni. „Við sjáum bara ef við berum þetta saman við aðra niðursveiflu þá má lítið út af bregða. Ef það verður hér minni hagvöxtur á komandi árum þá getum við hæglega séð afganginn hverfa og jafnvel breytast í halla,“ segir Ásdís. Ríkisstjórn sem var mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld Þótt ríkissjóður megi aldrei skila halla yfir 2,5 prósentum af landsframleiðslu samkvæmt lögum um opinber fjármál er ríkisstjórninni skylt að láta fjármálaáætlun fylgja fjármálastefnunni samkvæmt þessum sömu lögum. Í fjármálastefnunni sem Alþingi hafði áður samþykkt var gert ráð fyrir afgangi upp á 1 prósent. Fjármálaráð gagnrýndi síðustu fjármálaætlun fyrir það að hún væri alveg við gólf stefnunnar. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið þá gagnrýni alvarlega en segja má að hún sé að fylgja eigin stefnu samkvæmt stjórnarsáttmála því hún var í raun mynduð á grunni loforða um aukin ríkisútgjöld. Var þá helst vísað til fjárfestingar í innviðum og aukinna útgjalda til velferðar- og menntamála. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að meiri afgangur í fjármáláætlun hefði betur verið til þess fallin að mæta sveiflum í hagvaxtarspánni. Hætt er við því að grípa þurfi til niðurskurðar ef spárnar rætist ekki. „Við bentum á í okkar umsögn um fjármálastefnuna að þetta væri óhóflega bjartsýnt. Það er verið að gera ráð fyrir efnahagsþróun sem við getum látið okkur dreyma um. Hún kannski rætist en það væri miklu betra ef ríkið myndi hafa vaðið meira fyrir neðan sig ef eitthvað bregður út af,“ segir Konráð.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira