Innlent

Björgunarsveitir voru lengi að aðstoða ökumenn vegna illvirðis

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir frá Egilsstöðum, Seyðisfirði, Jökuldal og Reyðarfirði voru langt farm á kvöld, og jafnvel fram á nótt, að aðstoða ökumenn á mörgum bílum, eftir að illviðri skall skyndilega á eystra síðdegis og spillti færð og skyggni á svip stundu. Einkum voru bílar í vanda á Fjarðarheiði og Fagradal.

Að sögn björgunarmanna var svo blint að það sást varla fram á húddið á bílum þeirra. Fréttastofu er ekki kunnugt um neinar slysfarir í þessu gjörningaveðri.

Áður en illviðrið skall á fyrir alvöru, hafði þremur erlendum rútum, fullum af ferðamönnum úr Norrænu, verið snúið til baka af Fjarðarheiði og aftur til Seyðisfjarðar, með aðstoð heimamanna, þar sem þær voru vanbúnar til vetraraksturs. Rétt áður hafði ein þeirra hafnað utan vegar, en valt þó ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×