Það sem ekki má Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:00 Það hefur löngum einkennt íslensk stjórnvöld að gera ráð fyrir að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Þess vegna er talið afar brýnt að hafa ekki einungis vit fyrir þjóðinni heldur einnig sérstakt eftirlit með henni. Þessar miður geðslegu áherslur ráðamanna hafa enn og aftur skotið upp kollinum vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla en þar er lagt til að afnema bann við áfengisauglýsingum. Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi. Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans. Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór. Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum einkennt íslensk stjórnvöld að gera ráð fyrir að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Þess vegna er talið afar brýnt að hafa ekki einungis vit fyrir þjóðinni heldur einnig sérstakt eftirlit með henni. Þessar miður geðslegu áherslur ráðamanna hafa enn og aftur skotið upp kollinum vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla en þar er lagt til að afnema bann við áfengisauglýsingum. Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi. Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans. Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór. Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun