Fagráð á móti afnámi auglýsingabanns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Farið verður yfir tillögu um afnám banns við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum á næstunni. Sitt sýnist hverjum. Vísir/ERNIR „Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengisauglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismununar gagnvart innlendum framleiðendum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetningu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast því ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráðherra um afnám áfengisauglýsingabannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónarmið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði.Afnám misráðið „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum hennar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengislaganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í þeim efnum. „Það er horft til okkar með einkasöluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
„Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengisauglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismununar gagnvart innlendum framleiðendum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetningu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast því ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráðherra um afnám áfengisauglýsingabannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónarmið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði.Afnám misráðið „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum hennar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengislaganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í þeim efnum. „Það er horft til okkar með einkasöluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00