Hertók þinghúsið í skugga vantrausts Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Mohamed Osman Jawari, forseti sómalíska þingsins. Vísir/AFP Hermenn, hliðhollir Mohamed Osman Jawari, forseta sómalíska þingsins, hertóku í gær sómalíska þinghúsið. Frá þessu greindi sómalíski fjölmiðillinn Shabelle í gær. „Hermennirnir hafa umkringt þinghúsið og hafa tekið völdin á þinginu,“ sagði í frétt Shabelle. Til stóð að fram færi atkvæðagreiðsla um vantraust á þingforsetann í gær. Eftir að hermenn hans höfðu hertekið þinghúsið mætti forsetinn sjálfur á svæðið, að því er Puntland Post greindi frá. „Forsetinn var í fylgd annars varaforseta, Mahad Awad. Fyrsti varaforseti, Abdiweli Mudey, var mættur á undan þeim. Þingmenn þurftu hins vegar að bíða í löngum röðum eftir að fá heimild til að fara inn í þinghúsið,“ sagði á síðu Puntland Post. Þingmennirnir sem andvígir eru Jawari yfirgáfu þingsal í kjölfar hertökunnar. Sögðu þeir við netmiðilinn Dhacdo að ómögulegt væri að halda þingfund við þetta ástand. Þá greindi Radio Kulmiye frá því að hermennirnir hafi ekki bara staðið vörð um þinghúsið heldur einnig ráðist endurtekið á blaðamenn sem fylgdust með gangi mála.Deilur um dagskrá Undanfarna daga hafði verið deilt harðlega um dagskrá þingsins. Vildu menn þingforseta frekar ræða fyrirhugaðan landamæramúr sem keníska ríkið ætlar sér að reisa á meðan andstæðingar þingforseta vildu halda áfram umræðum og svo greiða atkvæði um vantraust. Styr hefur staðið um Jawari. Hefur Hassan Ali Kheyre forsætisráðherra verið sagður hafa fyrirskipað þingmönnum að lýsa yfir vantrausti á Jawari. Þingforsetinn hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Þrýst hefur verið á Jawari að segja af sér vegna málsins. Hefur hann raunar áður staðið af sér vantraust. „Þau eru að krefjast þess að ég segi af mér. En ég ætla ekki að segja af mér. Ég vinn ekki fyrir þau,“ sagði Jawari á þriðjudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Hermenn, hliðhollir Mohamed Osman Jawari, forseta sómalíska þingsins, hertóku í gær sómalíska þinghúsið. Frá þessu greindi sómalíski fjölmiðillinn Shabelle í gær. „Hermennirnir hafa umkringt þinghúsið og hafa tekið völdin á þinginu,“ sagði í frétt Shabelle. Til stóð að fram færi atkvæðagreiðsla um vantraust á þingforsetann í gær. Eftir að hermenn hans höfðu hertekið þinghúsið mætti forsetinn sjálfur á svæðið, að því er Puntland Post greindi frá. „Forsetinn var í fylgd annars varaforseta, Mahad Awad. Fyrsti varaforseti, Abdiweli Mudey, var mættur á undan þeim. Þingmenn þurftu hins vegar að bíða í löngum röðum eftir að fá heimild til að fara inn í þinghúsið,“ sagði á síðu Puntland Post. Þingmennirnir sem andvígir eru Jawari yfirgáfu þingsal í kjölfar hertökunnar. Sögðu þeir við netmiðilinn Dhacdo að ómögulegt væri að halda þingfund við þetta ástand. Þá greindi Radio Kulmiye frá því að hermennirnir hafi ekki bara staðið vörð um þinghúsið heldur einnig ráðist endurtekið á blaðamenn sem fylgdust með gangi mála.Deilur um dagskrá Undanfarna daga hafði verið deilt harðlega um dagskrá þingsins. Vildu menn þingforseta frekar ræða fyrirhugaðan landamæramúr sem keníska ríkið ætlar sér að reisa á meðan andstæðingar þingforseta vildu halda áfram umræðum og svo greiða atkvæði um vantraust. Styr hefur staðið um Jawari. Hefur Hassan Ali Kheyre forsætisráðherra verið sagður hafa fyrirskipað þingmönnum að lýsa yfir vantrausti á Jawari. Þingforsetinn hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Þrýst hefur verið á Jawari að segja af sér vegna málsins. Hefur hann raunar áður staðið af sér vantraust. „Þau eru að krefjast þess að ég segi af mér. En ég ætla ekki að segja af mér. Ég vinn ekki fyrir þau,“ sagði Jawari á þriðjudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira