Fleiri tekjuháir nýta sér Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fjölgun gistinátta erlendra ferðamanna í Airbnb var hátt í fjórfalt meiri en á heilsárshótelum í fyrra. Vísir/Vilhelm Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira