Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:34 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að með boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun sé verið að hygla fjármagnseigendum. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ríkisstjórnina bæði fyrir áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og fyrir þau vinnubrögð sem hún viðhafði í kringum birtingu áætlunarinnar. Logi segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa brotið lög þegar hann birti fjármálaáætlun eftir 1. apríl. Á síðu stjórnarráðsins segir „Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála-og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.“Vinnubrögðin ekki til fyrirmyndarLoga finnst ekki ásættanlegt að fjármálaáætlunin sé fengin í hendur þingmanna og fjölmiðla á sama tíma. Hann hafi viljað nýta páskafríið til þess að kynna sér innihald áætlunarinnar. „Ríkisstjórn sem er mynduð um bætt vinnubrögð og eflingu Alþingis hefði átt að sjá sóma sinn í því að skaffa okkur þessi gögn þannig að við kæmum vel undirbúin.“ Þetta sagði Logi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Barni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Vísir/ErnirVerið að hygla tekjuháum og fjármagnseigendumÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar finnst Loga opinberast hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur mið af ráðgerðum skattabreytingum þegar hann segir að verið sé að hygla hinum tekjuháu og fjármagnseigendum. Skattastefnan sem boðuð er í fjármálaáætlun sé sniðin að þessum hópi. „Það er ekki verið að koma til móts við þá sem hafa það verst í samfélaginu; aldraða, öryrkja eða ungt barnafólk. Barnabætur beinlínis standa í stað og vaxtabætur sömuleiðis. Stuðningur til uppbyggingar leiguíbúða mun dragast saman á þessu fimm ára tímabili. Það er engin stórsókn í menntamálum þannig að þetta er ekki bjart.“Ekkert vinstri grænt í fjármálaáætlunLogi segist ekki geta greint sjónarmið Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fjármálaáætluninni. „Það er verið að gefa eftir tekjur upp á 20, 30 milljarða á tímum þar sem við hefðum sannarlega þurft á því að halda að laga stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.“ Þegar Logi er spurður hvort hann sjái lítið „Vinstri grænt“ í boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun svarar hann „ekkert“. Þrátt fyrir að hugnast ekki áherslur í nýrri fjármálaáætlun segir Logi að það bjartasta í henni sé áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og fyrstu þrjú árin í samgöngumálum.Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ríkisstjórnina bæði fyrir áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og fyrir þau vinnubrögð sem hún viðhafði í kringum birtingu áætlunarinnar. Logi segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa brotið lög þegar hann birti fjármálaáætlun eftir 1. apríl. Á síðu stjórnarráðsins segir „Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála-og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.“Vinnubrögðin ekki til fyrirmyndarLoga finnst ekki ásættanlegt að fjármálaáætlunin sé fengin í hendur þingmanna og fjölmiðla á sama tíma. Hann hafi viljað nýta páskafríið til þess að kynna sér innihald áætlunarinnar. „Ríkisstjórn sem er mynduð um bætt vinnubrögð og eflingu Alþingis hefði átt að sjá sóma sinn í því að skaffa okkur þessi gögn þannig að við kæmum vel undirbúin.“ Þetta sagði Logi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Barni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Vísir/ErnirVerið að hygla tekjuháum og fjármagnseigendumÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar finnst Loga opinberast hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur mið af ráðgerðum skattabreytingum þegar hann segir að verið sé að hygla hinum tekjuháu og fjármagnseigendum. Skattastefnan sem boðuð er í fjármálaáætlun sé sniðin að þessum hópi. „Það er ekki verið að koma til móts við þá sem hafa það verst í samfélaginu; aldraða, öryrkja eða ungt barnafólk. Barnabætur beinlínis standa í stað og vaxtabætur sömuleiðis. Stuðningur til uppbyggingar leiguíbúða mun dragast saman á þessu fimm ára tímabili. Það er engin stórsókn í menntamálum þannig að þetta er ekki bjart.“Ekkert vinstri grænt í fjármálaáætlunLogi segist ekki geta greint sjónarmið Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fjármálaáætluninni. „Það er verið að gefa eftir tekjur upp á 20, 30 milljarða á tímum þar sem við hefðum sannarlega þurft á því að halda að laga stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.“ Þegar Logi er spurður hvort hann sjái lítið „Vinstri grænt“ í boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun svarar hann „ekkert“. Þrátt fyrir að hugnast ekki áherslur í nýrri fjármálaáætlun segir Logi að það bjartasta í henni sé áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og fyrstu þrjú árin í samgöngumálum.Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09