Garcia bauð upp á köku frá eiginkonunni í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2018 15:00 Aðeins fyrir útvalda. Hér má sjá hópinn glæsilega sem snæddi saman í gær. twitter/themasters Það er haldið fast í hefðirnar á Masters-mótinu í golfi og í gær var komið að Spánverjanum Sergio Garcia að bjóða til veislu. Sigurvegari hvers árs fær nefnilega að ráða matseðlinum í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins. Í það matarboð fá aðeins að mæta fyrrum meistarar á Masters og þeir mæta að sjálfsögðu í grænu jökkunum sínum. Garcia var með alþjóðlegt salat í forrétt í gær. Í salatinu var eitthvað frá öllum þjóðlöndum þeirra sem hafa unnið mótið skemmtilega.Defending champion @TheSergioGarcia reveals his menu for tonight's Champions Dinner, including what each choice means to him. #themasterspic.twitter.com/1VFXohdOj1 — Masters Tournament (@TheMasters) April 3, 2018 Í aðalrétt var spænskur réttur þar sem uppistaðan er hrísgrjón og humar. Eftirréttabomban var svo kaka sem eiginkona Garcia, Angela, bakar reglulega fyrir hann. Garcia vildi endilega að allir hinir grænstakkarnir fengju að prófa hana. Að sjálfsögðu var svo spænskt vín á borðum. Garcia hefur beðið allt sitt líf eftir því að fá að halda þetta matarboð og hann naut sín því eðlilega vel í góðra manna hópi.Take an intimate look at the 2018 Champions Dinner. #themasterspic.twitter.com/rP8NxO6egt — Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018 Þessi hefð byrjaði árið 1952 en hugmyndin kom frá Ben Hogan. Hefur verið boðið upp á mjög fjölbreyttan mat alla tíð síðan. Það var Þjóðverjinn Bernhard Langer sem braut matarboðið upp árið 1986 með því að hafa matseðilinn persónulegan. Var þá með vínarsnitsel og Svartaskógsköku. Skotinn Sandy Lyle var líklega ekki mjög vinsæll er hann ákvað að mæta í Skotapilsi og bjóða upp á haggis árið 1989. Er Tiger Woods varð yngsti meistarinn á Masters árið 1998 bauð hann upp á hamborgara, franskar og mjólkurhristing. „Svona er að vera ungur. Þetta er það sem við krakkarnir borðum,“ sagði Tiger léttur. Hann átti síðar eftir að bjóða upp á fajitas. Mótið hefst í beinni á Golfstöðinni á morgun en í kvöld verður sýnt beint frá par 3 keppninni. Útsending hefst klukkan 19.00. Golf Tengdar fréttir Fornir fjendur æfa saman í dag Gömlu keppinautarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu væntanlega æfa saman á Augusta í dag en aðeins eru tveir dagar í að Masters-mótið hefjist þar. 3. apríl 2018 10:30 Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23 Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það er haldið fast í hefðirnar á Masters-mótinu í golfi og í gær var komið að Spánverjanum Sergio Garcia að bjóða til veislu. Sigurvegari hvers árs fær nefnilega að ráða matseðlinum í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins. Í það matarboð fá aðeins að mæta fyrrum meistarar á Masters og þeir mæta að sjálfsögðu í grænu jökkunum sínum. Garcia var með alþjóðlegt salat í forrétt í gær. Í salatinu var eitthvað frá öllum þjóðlöndum þeirra sem hafa unnið mótið skemmtilega.Defending champion @TheSergioGarcia reveals his menu for tonight's Champions Dinner, including what each choice means to him. #themasterspic.twitter.com/1VFXohdOj1 — Masters Tournament (@TheMasters) April 3, 2018 Í aðalrétt var spænskur réttur þar sem uppistaðan er hrísgrjón og humar. Eftirréttabomban var svo kaka sem eiginkona Garcia, Angela, bakar reglulega fyrir hann. Garcia vildi endilega að allir hinir grænstakkarnir fengju að prófa hana. Að sjálfsögðu var svo spænskt vín á borðum. Garcia hefur beðið allt sitt líf eftir því að fá að halda þetta matarboð og hann naut sín því eðlilega vel í góðra manna hópi.Take an intimate look at the 2018 Champions Dinner. #themasterspic.twitter.com/rP8NxO6egt — Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018 Þessi hefð byrjaði árið 1952 en hugmyndin kom frá Ben Hogan. Hefur verið boðið upp á mjög fjölbreyttan mat alla tíð síðan. Það var Þjóðverjinn Bernhard Langer sem braut matarboðið upp árið 1986 með því að hafa matseðilinn persónulegan. Var þá með vínarsnitsel og Svartaskógsköku. Skotinn Sandy Lyle var líklega ekki mjög vinsæll er hann ákvað að mæta í Skotapilsi og bjóða upp á haggis árið 1989. Er Tiger Woods varð yngsti meistarinn á Masters árið 1998 bauð hann upp á hamborgara, franskar og mjólkurhristing. „Svona er að vera ungur. Þetta er það sem við krakkarnir borðum,“ sagði Tiger léttur. Hann átti síðar eftir að bjóða upp á fajitas. Mótið hefst í beinni á Golfstöðinni á morgun en í kvöld verður sýnt beint frá par 3 keppninni. Útsending hefst klukkan 19.00.
Golf Tengdar fréttir Fornir fjendur æfa saman í dag Gömlu keppinautarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu væntanlega æfa saman á Augusta í dag en aðeins eru tveir dagar í að Masters-mótið hefjist þar. 3. apríl 2018 10:30 Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23 Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fornir fjendur æfa saman í dag Gömlu keppinautarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu væntanlega æfa saman á Augusta í dag en aðeins eru tveir dagar í að Masters-mótið hefjist þar. 3. apríl 2018 10:30
Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23
Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00