Lýstar kröfur í þrotabú smábátaútgerðarinnar Sjávargæða á Flateyri námu rúmum 50 milljónum króna. Útgerðin var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Vestfjarða í júní í fyrra og var Sæþór Fannberg skipaður skiptastjóri í búinu.
Skiptum á búinu var lokið þann 26. mars með úthlutunargerð. Samkvæmt henni greiddust veðkröfur að fjárhæð 11,8 milljónir króna, eða 28,35% lýstra veðkrafa. Ekkert fékkst greitt upp í aðrar kröfur.
Félaginu Sjávargæði ehf. var komið á koppinn árið 2006. Greint var frá skiptunum í Lögbirtingablaðinu í dag.
