Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Þjófnaður á eggjum úr fálkahreiðrum er ekki eins áberandi í dag og hann var áður. Það er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur Nielsen „Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira