Fótbolti

Sektaðir og skipað í frí vegna lélegrar frammistöðu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marinakis er harður í horn að taka.
Marinakis er harður í horn að taka. vísir/getty
Forseti gríska liðsins Olympiakos fer óhefðbundnar leiðir í stjórnun síns félags.

Hann hefur nú sektað leikmenn liðsins um 49 milljónir króna og skipað þeim að fara í frí þar sem þeir hafa ekki getað neitt síðustu vikur.

Olympiakos, sem er ríkjandi meistari, er í þriðja sæti í grísku deildinni eftir að hafa aðeins unnið þrjá af síðustu átta leikjum liðsins.

Skipakóngurinn Evangelos Marinakis, sem á einnig Nott. Forest, er nóg boðið og greip til sinna ráða.

„Ég og stuðningsmenn liðsins höfum fengið nóg af ykkur. Þið farið í frí í dag,“ sagði hann við gríska fjölmiðla.

Margir leikmanna liðsins eru komnir í frí út leiktíðina þar sem forsetinn vill ekki sjá þá aftur. Nú fá strákarnir í U20 ára liðinu að láta ljós sitt skína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×