Carlos yngsti forseti í sögu Kosta Ríka Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Carlos Quesada sigri hrósandi eftir kosningarnar. Vísir/EPA Miðjumaðurinn Carlos Alvarado Quesada hafði betur gegn mótframbjóðanda sínum, Alvarado Muñoz, í forsetakosningunum í Kosta Ríka. Sigur Quesada þykir tryggja áframhaldandi áherslu á umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og minnihlutahópum og réttindum þeirra. Quesada, sem er 38 ára gamall og fyrrverandi þingmaður og rithöfundur, hlaut 61 prósent greiddra atkvæða. Yfirburðir hans voru nokkuð meiri en gert var ráð fyrir. Quesada verður yngsti forseti í sögu Kosta Ríka þegar hann tekur við völdum í maí. Varaforseti hans verður Epsy Campbell en hún verður fyrsta afrískættaða konan til að gegna því embætti. „Mitt loforð er að stuðla að ríkisstjórn sem allir eiga hlut í, bæði hvað varðar jafnrétti og frelsi einstaklinga til að eiga farsæla framtíð,“ sagði Quesada í gær er þúsundir söfnuðust saman í San José til að hylla forsetann nýja. „Það er miklu fleira sem sameinar okkur en skilur okkur að.“ Í kosningabaráttunni lagði Quesada mikla áherslu á réttindi samkynhneigðra og hefur heitið lagabreytingum sem heimila hjónabönd þeirra. Þessar áherslur Quesada höfðu betur gegn uppátækjum Muñoz sem viðurkenndi ósigur stuttu eftir að 95 prósent atkvæða höfðu verið talin. Muñoz hinn íhaldsami er fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður en hann er einna þekktastur fyrir trúarlega tónlist sem hann hefur samið lengi vel. Kosningabarátta hans snerist að stórum hluta um að banna hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Muñoz sendi Quesada heillaóskir og lofaði því að aðstoða hann við leysa úr vandamálum landsins. Birtist í Fréttablaðinu Kosta Ríka Mið-Ameríka Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Miðjumaðurinn Carlos Alvarado Quesada hafði betur gegn mótframbjóðanda sínum, Alvarado Muñoz, í forsetakosningunum í Kosta Ríka. Sigur Quesada þykir tryggja áframhaldandi áherslu á umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og minnihlutahópum og réttindum þeirra. Quesada, sem er 38 ára gamall og fyrrverandi þingmaður og rithöfundur, hlaut 61 prósent greiddra atkvæða. Yfirburðir hans voru nokkuð meiri en gert var ráð fyrir. Quesada verður yngsti forseti í sögu Kosta Ríka þegar hann tekur við völdum í maí. Varaforseti hans verður Epsy Campbell en hún verður fyrsta afrískættaða konan til að gegna því embætti. „Mitt loforð er að stuðla að ríkisstjórn sem allir eiga hlut í, bæði hvað varðar jafnrétti og frelsi einstaklinga til að eiga farsæla framtíð,“ sagði Quesada í gær er þúsundir söfnuðust saman í San José til að hylla forsetann nýja. „Það er miklu fleira sem sameinar okkur en skilur okkur að.“ Í kosningabaráttunni lagði Quesada mikla áherslu á réttindi samkynhneigðra og hefur heitið lagabreytingum sem heimila hjónabönd þeirra. Þessar áherslur Quesada höfðu betur gegn uppátækjum Muñoz sem viðurkenndi ósigur stuttu eftir að 95 prósent atkvæða höfðu verið talin. Muñoz hinn íhaldsami er fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður en hann er einna þekktastur fyrir trúarlega tónlist sem hann hefur samið lengi vel. Kosningabarátta hans snerist að stórum hluta um að banna hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Muñoz sendi Quesada heillaóskir og lofaði því að aðstoða hann við leysa úr vandamálum landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosta Ríka Mið-Ameríka Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira