Ljósmæður að bugast Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2018 18:45 Vísir/Sigurjón Ólason Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í algjörum hnút og sér formaður Ljósmæðrafélagsins enga lausn í deilunni og segir að ástandið í stéttinni sé orðið grafalvarlegt. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans um páskana en á fjórða tug barna hefur fæðst frá því á Skírdag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Á síðustu dögum hafa á annan tug ljósmæðra sagt upp störfum bæði vegna lélegra kjara og álags á fæðingardeildinni. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans frá því á fimmtudag, en síðan þá hafa þrjátíu og níu börn fæðst. Alla dagana hefur þurft að kalla út aðstoð á fæðingardeildina. Lágmarksmönnun hefur verið á fæðingardeildinni yfir páskanna, sex ljósmæður á hverri vakt sem er þrískipt yfir sólarhringinn. Aðeins var bakvakt aðfaranótt Föstudagsins langa, en hina dagana var reitt sig á góðvild ljósmæðra í vaktafríi, þegar aðstoðar var þörf á fæðingardeildinni.„Ef það vantar fólk þá er það erfitt á þessum tíma þegar margir eru í burtu eða vilja vera í fríi. En við höfum samt þurft að kalla út fólk sem var ekki á bakvakt,“ segir Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, ljósmóðir og vaktstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Stella hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2008 og segir að síðastliðið ár hafa verið mjög þungt. „Ég vinn vaktavinnu. Ég vinn fimmtíu prósent næturvinnu til þess að halda upp fjölskyldunni, það er rosalega lýjandi og það er líka lýjandi þegar það er alltaf rosalega mikið að gera og maður er alltaf á hlaupum og alltaf í fimmta gír,“ segir Stella. Kjaraviðræður hafa átt sér stað síðastliðið eitt og hálft ár en síðasti samningafundur ljósmæðra við ríkið var 22. mars síðastliðinn og sagði formaður Ljósmæðrafélagsins sorglega lítið hafa borið í milli. „Ég hef ekki á tilfinningunni að það sé að fara nást lending í þessu máli og á meðan versnar bara ástandið,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir ástandið innan stéttarinnar sé orðið grafalvarlegt en gagnslaust sér fyrir ljósmæður að fara í verkfall. „Verkfall er eiginlega gagnslaust vopn í okkar höndum vegna þess að það er alltaf ákveðin neyðarmönnun, þannig að það finnur engin fyrir neinu nema ljósmæðurnar sjálfar,“ segir Álaug. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og á morgun klukkan eitt en sama tíma hefur verið boðað til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í algjörum hnút og sér formaður Ljósmæðrafélagsins enga lausn í deilunni og segir að ástandið í stéttinni sé orðið grafalvarlegt. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans um páskana en á fjórða tug barna hefur fæðst frá því á Skírdag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Á síðustu dögum hafa á annan tug ljósmæðra sagt upp störfum bæði vegna lélegra kjara og álags á fæðingardeildinni. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans frá því á fimmtudag, en síðan þá hafa þrjátíu og níu börn fæðst. Alla dagana hefur þurft að kalla út aðstoð á fæðingardeildina. Lágmarksmönnun hefur verið á fæðingardeildinni yfir páskanna, sex ljósmæður á hverri vakt sem er þrískipt yfir sólarhringinn. Aðeins var bakvakt aðfaranótt Föstudagsins langa, en hina dagana var reitt sig á góðvild ljósmæðra í vaktafríi, þegar aðstoðar var þörf á fæðingardeildinni.„Ef það vantar fólk þá er það erfitt á þessum tíma þegar margir eru í burtu eða vilja vera í fríi. En við höfum samt þurft að kalla út fólk sem var ekki á bakvakt,“ segir Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, ljósmóðir og vaktstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Stella hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2008 og segir að síðastliðið ár hafa verið mjög þungt. „Ég vinn vaktavinnu. Ég vinn fimmtíu prósent næturvinnu til þess að halda upp fjölskyldunni, það er rosalega lýjandi og það er líka lýjandi þegar það er alltaf rosalega mikið að gera og maður er alltaf á hlaupum og alltaf í fimmta gír,“ segir Stella. Kjaraviðræður hafa átt sér stað síðastliðið eitt og hálft ár en síðasti samningafundur ljósmæðra við ríkið var 22. mars síðastliðinn og sagði formaður Ljósmæðrafélagsins sorglega lítið hafa borið í milli. „Ég hef ekki á tilfinningunni að það sé að fara nást lending í þessu máli og á meðan versnar bara ástandið,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir ástandið innan stéttarinnar sé orðið grafalvarlegt en gagnslaust sér fyrir ljósmæður að fara í verkfall. „Verkfall er eiginlega gagnslaust vopn í okkar höndum vegna þess að það er alltaf ákveðin neyðarmönnun, þannig að það finnur engin fyrir neinu nema ljósmæðurnar sjálfar,“ segir Álaug. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og á morgun klukkan eitt en sama tíma hefur verið boðað til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16
Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent