Gagnrýnir umhverfissinna sem vilja ráða landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2018 20:00 Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga. Umhverfismál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga.
Umhverfismál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent