Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2018 10:30 HB Grandi er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Hvalur hf. var langstærsti hluthafinn í fyrirtækinu í gegnum félögin Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. Fyrir viðskiptin átti Vogun hf. 33,5 prósenta hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 0,5 prósent. Bæði félögin eru í eigu Hvals hf. en stærstu hluthafar þess félags eru Kristján Loftsson og fjölskylda. Alls eru þetta 619.721.067 hlutir sem félögin seldu í HB Granda á genginu 35. Kaupendur eru sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og félagið Fiskitangi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims hf. Kaupverð, 35 krónur á hlut, er nokkuð yfir markaðsverði HB Granda en hlutabréf þess stóðu í 30,2 krónur á hlut á aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Kristján Loftsson. Með sölunni hafa félög tengd Kristjáni Loftssyni selt nær allan hlut sinn í HB Granda.Vísir/anton brinkFlöggunartilkynningar um viðskiptin voru birtar í Kauphöll Íslands rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá sölunni. Með viðskiptunum eru Kristján Loftsson og fjölskylda að selja nær allan hlut sinn í HB Granda en eftir viðskiptin eiga félög tengd Kristjáni 249.000 hluti. Stór hlutur í Hval hf. finnst ekki Í mars síðastliðnum birtist í Lögbirtingarblaðinu innköllun frá hluthöfum Hvals hf. þar sem farið er þess á leit við stjórn félagsins að samtals 20 prósent af hlutabréfum í félaginu verði felld úr gildi þar sem þau hafi glatast og að ný bréf verði gefin út í staðinn. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Um er að ræða 59 hlutabréf sem samtals mynda um 41,4 milljónir hlutafjár að nafnvirði. Það samsvarar um 3,3 milljörðum króna af eigin fé Hvals hf. Handhafar hlutabréfanna eru í innkölluninni beðnir um að gefa sig fram við stjórn Hvals innan þriggja mánaða og lýsa yfir rétti sínum yfir bréfunum. Ef enginn gefur sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt týndu hlutabréfunum og verða þá í staðinn gefin út ný hlutabréf í Hval hf. handa hinum skráðu eigendum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. Fyrir viðskiptin átti Vogun hf. 33,5 prósenta hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 0,5 prósent. Bæði félögin eru í eigu Hvals hf. en stærstu hluthafar þess félags eru Kristján Loftsson og fjölskylda. Alls eru þetta 619.721.067 hlutir sem félögin seldu í HB Granda á genginu 35. Kaupendur eru sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og félagið Fiskitangi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims hf. Kaupverð, 35 krónur á hlut, er nokkuð yfir markaðsverði HB Granda en hlutabréf þess stóðu í 30,2 krónur á hlut á aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Kristján Loftsson. Með sölunni hafa félög tengd Kristjáni Loftssyni selt nær allan hlut sinn í HB Granda.Vísir/anton brinkFlöggunartilkynningar um viðskiptin voru birtar í Kauphöll Íslands rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá sölunni. Með viðskiptunum eru Kristján Loftsson og fjölskylda að selja nær allan hlut sinn í HB Granda en eftir viðskiptin eiga félög tengd Kristjáni 249.000 hluti. Stór hlutur í Hval hf. finnst ekki Í mars síðastliðnum birtist í Lögbirtingarblaðinu innköllun frá hluthöfum Hvals hf. þar sem farið er þess á leit við stjórn félagsins að samtals 20 prósent af hlutabréfum í félaginu verði felld úr gildi þar sem þau hafi glatast og að ný bréf verði gefin út í staðinn. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu. Um er að ræða 59 hlutabréf sem samtals mynda um 41,4 milljónir hlutafjár að nafnvirði. Það samsvarar um 3,3 milljörðum króna af eigin fé Hvals hf. Handhafar hlutabréfanna eru í innkölluninni beðnir um að gefa sig fram við stjórn Hvals innan þriggja mánaða og lýsa yfir rétti sínum yfir bréfunum. Ef enginn gefur sig fram áður en fresturinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt týndu hlutabréfunum og verða þá í staðinn gefin út ný hlutabréf í Hval hf. handa hinum skráðu eigendum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira