Í Hálsaskógi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 „Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
„Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar