Innlent

Hundaræktendur fagna ákvörðun MAST og fordæma hundaprangara

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Mynd úr safni
Mynd úr safni Vísir/EPA
Hundaræktarfélag Íslands fagnar þeirri ákvörðun Matvælastofnunar að stöðva starfsemi Hundaræktarinnar ehf í Dalsmynni. Í tilkynningu félagsins segir að starfsemi svokallaðra hundaprangara og hvolpaverksmiðja séu andstæða ábyrgrar hundaræktunar. Þar séu hundar keyptir og seldir fyrir efnahagslegan ágóða án þess að dýrin fái viðeigandi umönnun. Hundaræktarfélagið segir slíka starfsemi fordæmda í öllum siðmenntuðum þjóðum og ætti ekki að líðast á Íslandi.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×