Segir sig frá varaþingmennsku vegna áfengisvanda Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 12:53 Guðmundur Sævar segir að opinber staða sé ekki fyrir sig eins og staðan er í dag. Guðmundur Sævar Sævarsson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur sagt sig frá varaþingmennsku. Er það vegna atviks sem Vísir greindi frá í gær og snýr að því að Guðmundur Sævar drakk sig ofurölvi í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Þar mun hann hafa áreitt konur, verið með óviðeigandi snertingar og fór svo að lokum að starfsmaður hótelsins var kallaður til og var honum vísað á dyr. Guðmundur Sævar sagðist í gær eiga við áfengisvanda að stríða, sem hann sé að taka á. Og nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu sem fylgir hér orðrétt neðar. En, þar kemur fram að hann segi sig frá öllu sem heita má opinber staða: „Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðmundar Sævars.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar ásamt félögum sínum, kosningasigri.visir/ernirYfirlýsing Guðmundar Sævars „Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins. Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin min og er ég og mun vera ævanlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni. Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki. Annað sem hefur komið í kjölfarið er ekki svaravert og kemur af allt öðru meiði. Langar mig að biðja um að geta rétt nú við lífi mínu í friði til að verða mér og börnum mínum að sóma, án áfengis“. Alþingi Tengdar fréttir Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Guðmundur Sævar Sævarsson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur sagt sig frá varaþingmennsku. Er það vegna atviks sem Vísir greindi frá í gær og snýr að því að Guðmundur Sævar drakk sig ofurölvi í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Þar mun hann hafa áreitt konur, verið með óviðeigandi snertingar og fór svo að lokum að starfsmaður hótelsins var kallaður til og var honum vísað á dyr. Guðmundur Sævar sagðist í gær eiga við áfengisvanda að stríða, sem hann sé að taka á. Og nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu sem fylgir hér orðrétt neðar. En, þar kemur fram að hann segi sig frá öllu sem heita má opinber staða: „Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðmundar Sævars.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar ásamt félögum sínum, kosningasigri.visir/ernirYfirlýsing Guðmundar Sævars „Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins. Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin min og er ég og mun vera ævanlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni. Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki. Annað sem hefur komið í kjölfarið er ekki svaravert og kemur af allt öðru meiði. Langar mig að biðja um að geta rétt nú við lífi mínu í friði til að verða mér og börnum mínum að sóma, án áfengis“.
Alþingi Tengdar fréttir Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11