Mörgum bílum var lagt uppá grasfleti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði rúmlega hundrað ökumenn fyrir stöðubrot á þriðja leik ÍR og Tindastóls í úrslitakeppninni í körfubolta sem fram fór á dögunum.
Lögreglan segir stöðubrot sem þessi allt of algeng og furðar sig á því að fólk geti ekki lagt aðeins lengra frá og gengið smáspöl á áfangastaðinn. Sekt fyrir að leggja ólöglega er 10.000 krónur.