Gefur lítið fyrir gagnrýni á kosningaloforð: „Það er dýrt að vera gamall“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28
Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34