Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. apríl 2018 19:00 Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu. Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu.
Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16