Innlent

Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar
Íbúar í Norðlingaholti eru ósáttir með fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í hverfinu.
Íbúar í Norðlingaholti eru ósáttir með fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í hverfinu. Visir/Getty
Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin birtu á facebook síðunni Norðlingaholt

Fyrirhugað er að opna vistheimilið að Þingvaði 35 á næstu dögum. 

Samtökin benda á að í 100 metra radíus kringum Þingvað 35 búi yfir 100 börn og að leikskólinn í Björnslundi sé rétt um 100 metra frá fyrirhuguðu vistheimili. 

Íbúar í Þingvaði, íbúasamtök Norðlingaholts og fleiri velunnarar Holtsins hafa sett sig í samband við ráðherra, barnaverndarstofu ríkisins og fleiri aðila sem koma að framkvæmd vistheimilisins og óskað eftir nánari útlistun á starfsemi vistheimilisins. 

Fátt er um svör samkvæmt yfirlýsingunni og þau svör sem fengist hafa séu misvísandi. 

„Klárt mál er að finna þarf viðeigandi úrræði fyrir ungmenni sem glíma við eða hafa glímt við alvarlegan og fjölþættan fíkniefnavanda. Hins vegar á starfsemi sem þessi ekki heima í hverfi eins og þessu frekar en öðru íbúasvæði," segir í yfirlýsingunni. 

Íbúasamtökin þrýsta jafnframt á háttvirtan ráðherra félags - og jafnréttismála að endurskoða ákvörðun sína og finna aðra lausn á vanda unglinganna. Staðsetningin verði einnig í sátt við umhverfið, sem yrði aldrei í Norðlingaholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×