Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2018 23:40 Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/AFP Bandarísku fjölmiðlarnir The New York Times og New Yorker Magazine hlutu í dag Pulitzer-verðlaun fyrir umfjöllun sína um ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. Þessi umfjöllun leiddi til MeToo-byltingarinnar sem teygði anga sína um allan heim og leiddi til þess að fjöldi kvenna úr mörgum stéttum steig fram með reynslusögur af áreiti og ofbeldi karla í þeirra garð. Pulitzer-verðlaunin eru þau virtustu þegar kemur að blaðamennsku í Bandaríkjunum.Söguleg verðlaun fyrir rapp Pulitzer-nefndin veitir einnig verðlaun þegar kemur að bókmenntum og tónlist. Þetta árið var bandaríski rapparinn Kendrick Lamar verðlaunaður fyrir plötu sína DAMN. Er Kendrick Lamar sá fyrsti sem ekki tilheyrir hópi klassískra- eða djasstónlistarmanna til að hljóta verðlaunin. Bandaríska dagblaðið The Washington Post hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku vegna umfjöllunar sinnar um ásakanir á hendur frambjóðandans Roy Moore frá Alabama. Roy Moore er í Repúblikanaflokknum en hann neitaði staðfastlega þessum ásökunum um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar höfðu mikið um það að segja að frambjóðandi Demókrata, Doug Jones, hafði betur gegn Moore í kosningum til Bandaríkjaþings í Alabama-ríki. The New York Times deildi einnig verðlaunum með The Washington Post fyrir umfjöllun um meint afskipti Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fjölmiðlar MeToo Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kona sem sagðist vera McCann grunuð um að ásækja fjölskyldu hennar Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Sjá meira
Bandarísku fjölmiðlarnir The New York Times og New Yorker Magazine hlutu í dag Pulitzer-verðlaun fyrir umfjöllun sína um ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. Þessi umfjöllun leiddi til MeToo-byltingarinnar sem teygði anga sína um allan heim og leiddi til þess að fjöldi kvenna úr mörgum stéttum steig fram með reynslusögur af áreiti og ofbeldi karla í þeirra garð. Pulitzer-verðlaunin eru þau virtustu þegar kemur að blaðamennsku í Bandaríkjunum.Söguleg verðlaun fyrir rapp Pulitzer-nefndin veitir einnig verðlaun þegar kemur að bókmenntum og tónlist. Þetta árið var bandaríski rapparinn Kendrick Lamar verðlaunaður fyrir plötu sína DAMN. Er Kendrick Lamar sá fyrsti sem ekki tilheyrir hópi klassískra- eða djasstónlistarmanna til að hljóta verðlaunin. Bandaríska dagblaðið The Washington Post hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku vegna umfjöllunar sinnar um ásakanir á hendur frambjóðandans Roy Moore frá Alabama. Roy Moore er í Repúblikanaflokknum en hann neitaði staðfastlega þessum ásökunum um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar höfðu mikið um það að segja að frambjóðandi Demókrata, Doug Jones, hafði betur gegn Moore í kosningum til Bandaríkjaþings í Alabama-ríki. The New York Times deildi einnig verðlaunum með The Washington Post fyrir umfjöllun um meint afskipti Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.
Fjölmiðlar MeToo Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kona sem sagðist vera McCann grunuð um að ásækja fjölskyldu hennar Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Sjá meira