Rjómi býr með eigendum sínum við Tryggvagötuna en fjölskyldan er nýflutt til Íslands eftir að hafa búið í Noregi síðustu ár. Fjölskyldan ætlaði að vera komin löngu fyrr til landsins en vegna mikilla tafa við að fá leyfi hjá Matvælastofnun fyrir flutningi Rjóma töfðust flutningarnir um heil fimm ár. Nú eru hins vegar allir ánægðir að vera komnir til Íslands, ekki síst Rjómi sem elskar það að leika sér úti og hlaupa þar um í ýmsum leikjum.
„Þetta er bara frábær lítill orkubolti sem er bara guðsgjöf. Hann er skemmtilegur og bara einn af fjölskyldunni. Rjómi er af tegundinni English Bull terrír, hress, skemmtilegur og hoppandi glaður, hann er í raun og verur fyrir alla“, segir Hilmar Egill Jónsson, eigandi Rjóma.

Rjómi er mjög sérstakur í útliti, honum hefur stundum verið líkt við svín.
„Hann gerir það, þetta er bleika trýnið og þríhyrningslaga augu sem minna hann á svín“, segir Hilmar skellihlæjandi enda vanur að fá þau viðbrögð hjá fólki að Rjómi sé svínslegur.
En ætlar fjölskyldan að fá sér fleiri hunda af sömu tegund og Rjómi eða einhverja aðra óvenjulega tegund ?
„Þetta er pottþétt bara einn af mörgum þegar maður er komið á bragðið með þetta þá er þetta líklega það sem koma skal“, segir Hilmar.
Að lokum þá geta þess að nú er unnið að heimildamynd um Rjóma og það ferli sem hann þurfti að fara í gegnum til að fá leyfi til að eiga heima á Íslandi hjá Fjölskyldunni sinni. Freyja Kristinsdóttir vinnur að myndinni sem stefnt er á að sýna í bíó á næstunni.