Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2018 19:00 Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór. Fiskeldi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór.
Fiskeldi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira