Spielberg fyrstur yfir tíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 13:40 Steven Spielberg er hér mögulega að útskýra hvernig hann þarf einungis að snerta handrit til að breyta því í peninga. Vísir/Getty Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones. Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndir leikstjórans Steven Spielberg hafa samanlagt halað rúmlega tíu milljarða dala í kvikmyndahúsum. Spielberg er fyrsti leikstjórinn sem nær þessum árangri og var það nýjasta mynd hans Ready Player One sem skaut honum yfir milljarðana tíu. Næstir á eftir honum eru þeir Peter Jackson með 6,52 milljarða dala og Michael Bay með 6,4 milljarða. James Cameron er með 6,1 milljarð, David Yates er með 5,3 milljarða og Christopher Nolan með 4,7. Svo það er nokkuð ljóst að Spielberg er í sérflokki þegar kemur að tekjum kvikmynda. Allra tekjuhæsta mynd Spielberg er Jurassic Park, sem halaði inn 938,9 milljónum dala. Þar á eftir kemur Indiana Jons and the Kingdom of the Crystal Skull með 786,6 milljónir. ET er með 717, The Lost World: Jurrassic Park er með 618,6 og War of the Worlds er með 591.7 milljónir. Tvær af hans þekktustu myndum, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters of the Third Kind, eru ekki með þeim tíu tekjuhæstu kvikmyndum sem Spielberg hefur gert.Spielberg er með þrjár myndir í smíðum, samkvæmt IMDB, og eru þær West Side Story, The Kidnapping of Edgardo Mortara og fimmta myndin um ævintýri Indiana Jones.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein