Enski boltinn

Sjáðu hvernig Manchester United færði City titilinn á silfurfati

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jay Rodriguez tryggði ekki bara West Brom þrjú stig heldur færði hann Manchester City titilinn.
Jay Rodriguez tryggði ekki bara West Brom þrjú stig heldur færði hann Manchester City titilinn. Vísir/Getty
Manchester United kom í veg fyrir að nágrannar þeirra í Manchester City tryggðu sér titilinn um síðustu helgi en United-menn færðu lærisveinum Pep Guardiola aftur á móti titilinn á silfurfati í gær.

Enska úrvalsdeildin bauð upp á margt skemmtilegt um helgina þar á meðal tvö óvænt töp hjá Arsenal og Manchester United í sunnudagsleikjunum.

Botnlið West Bromwich Albion vann þá 1-0 sigur á Manchester United en þetta var fyrsta tap United í ensku úrvalsdeildinni síðan 11. febrúar.

Newcastle lenti undir á móti Arsenal en snéri leiknum við og vann 2-1 sigur. Arsenal liðið er því ennþá stigalaust á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2018.

Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og eins og vanalega má sjá öll mörkin hér inn á Vísi.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum sunnudagsins sem og samantektarmynd frá bæði laugardegi og sunnudegi. Það má einnig nálgast hér fyrir neðan mörkin úr síðustu tveimur leikjum laugardagsins þar sem Liverpool og Manchester City unnu góða sigra.

Manchester United - West Brom 0-1
Newcastle - Arsenal 2-1
Uppgjör sunnudagsins í ensku úrvalsdeildinni
Uppgjör laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni
Tottenham - Manchester City 1-3
Liverpool - Bournemouth 3-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×