Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. apríl 2018 19:56 Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. vísir/afp Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega. Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega.
Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21